Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1258 svör fundust
Hvað merkir örnefnið ‘Smjörbítill’ og hvaðan kemur orðið ‘bítill’?
Spurningin var í heild sinni svona: Á Hólssandi ekki langt frá Dettifossi er merkt á landakort örnefnið ‘Smjörbítill’. Hvað er smjörbítill og hvað merkir orðið ‘bítill’? Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. H...
Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara að tala um puru eða pöru, sérstaklega í samhenginu purusteik eða pörusteik? Nafnorðið para hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘flus, hýði, ysta laga á kjöti eða fiski’ og fleira. Það þekkist í málinu allt frá 17. öld. Aukaföllin eru pöru (u-hljóðva...
Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur. Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963...
Af hverju tala menn um peninga sem 'kall', eins og fimmhundruðkall?
Í óformlegu tali um peninga er oft notaður síðari liðurinn -kall, fimmkall, tíkall, fimmtíukall, hundraðkall og svo framvegis, -kall er framburðarmynd af karl. Þessi notkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um aldamótin 1900. Hún er líklegast komin úr dönsku þar sem orðin femkarl og tikarl voru notuð áður ...
Hvaðan kemur orðatiltækið 'þetta reddast' og hvenær var það fyrst notað?
Sögnin að redda ‛bjarga, leysa úr klípu’ er fengin að láni úr dönsku redde í sömu merkingu. Hún er ekki gömul í málinu. Elsta dæmi í söfnum Orðbókar Háskólans er frá því um aldamótin 1900. Heldur yngra er nafnorðið reddari ‛sá sem leysir einhvern úr klípu, bjargar einhverjum’. Ekki er ólíklegt að bæði ...
Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?
Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...
Hvað merkir orðið sálufélagi?
Orðið sálufélagi (e. soul mate) er notað um þann sem er andlega skyldur einhverjum. Þá er átt við tveir eða fleiri hafi svipaðar skoðanir og lífsskilning. Orðið virðist ekki gamalt í málinu en sálufélag er til í söfnum Orðabókar Háskólans allt frá 17. öld. Talað er um pólitískt sálufélag, andlegt sálufélag og ...
Hvaða kú er vent þegar einhver kúvendir til dæmis skoðunum sínum?
Sögnin að kúvenda er ekki gömul í málinu. Hún barst í íslensku úr dönsku á 19. öld. Hún er notuð í sjómannamáli um að skuthverfa, venda skipi með því að snúa því undan vindi. Sögnin er líka notuð í merkingunni 'snúast í hring' og síðan í yfirfærðri merkingu um að 'skipta gjörsamlega um stefnu eða skoðun'. Danska s...
Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...
Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...
Hver er uppruni orðsins grautur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“? Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, ko...
Getur maður sagt 'klukkan er (orðin) margt?' Hvert er þá andheitið?
Vissulega heyrist oft sagt: „klukkan er orðin margt“. Þessi notkun virðist þó ekki gömul í málinu. Hugsanlega er hér um að ræða áhrif úr dönsku, þar sem sagt er: „klokken er mange.“ Í ritmáli er algengara að skrifa: „það er orðið framorðið“ eða „það er orðið áliðið.“ Á sama hátt er algengt að heyra sagt eitthvað á...
Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?
Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni e...
Hvort er réttara að segja og rita pylsa eða pulsa?
Orðið pylsa er tökuorð í íslensku, líklegast úr dönsku pølse. Í nýnorsku og færeysku þekkist myndin pylsa, í sænsku pölsa og í sænskum mállýskum pylsa. Það þekkist í málinu frá því á 17. öld. Miðað við uppruna er rétt að skrifa pylsa með -y- en orðmyndin pulsa er framburðarmynd, hugsanlega fyrir áhrif frá dönsku. ...