Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 403 svör fundust
Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?
Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg...
Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?
Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...
Hvað varð um „frú klukku“?
Ekki er víst að allir lesendur þessa svars þekki „frú klukku“. Það var í raun símanúmer sem las upp hvað klukkan var þegar hringt var í það. Lengi vel voru það raddir kvenna sem sögðu hvað tímanum liði en síðustu árin var það karlmannsrödd, þannig að „herra klukka“ var kannski réttnefni undir lokin. Áratugum s...
Hvað vitið þið um innrásina í Stalíngrad?
Stalíngrad („borg Stalíns“, hét Tsarítsyn til 1925 og Volgograd frá 1961), var 600 þúsund manna iðnaðarborg sunnarlega við ána Volgu í Sovétríkjunum. Þegar Þjóðverjar endurnýjuðu sókn sína gegn Sovétmönnum árið 1942 eftir nokkur áföll fyrr um veturinn var markmið þeirra að ná olíulindum í Kákasusfjöllum á sitt val...
Hvaða djúpsjávardýr er stærst?
Stærsta dýrið í undirdjúpunum er talið vera risasmokkfiskurinn (Architeuthis dux). Margar þjóðsögur hafa spunnist um þetta dýr og stærð þess en vitað er að einstaklingar þessarar tegundar hafa náð gríðalegri stærð. Stærsti risasmokkfiskurinn sem mældur hefur verið er dýr sem rak á land nærri Timble Tickle í Ban...
Hvað er útselskópur?
Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...
Hver var Augusto Pinochet?
Augusto Pinochet (1915-2006).Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006. Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins g...
Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?
Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...
Var hægt að lenda Curiosity hvar sem er á Mars, eða hvernig var lendingarstaðurinn ákveðinn?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Miklu mál...
Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...
Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?
Spyrjandi bætir við:...ég hélt að norðurljósin sæjust aðallega um hávetur.Í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' segir meðal annars:Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á...
Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?
Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...
Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?
Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...
Hvað er Mikki mús gamall?
Almenningur fékk fyrst að líta Mikka mús augum 18. nóvember 1928 í myndinni Steamboat Willie eða Gufubáturinn Villi (sjá skjáskot til hægri). Þessi dagur er jafnframt afmælisdagur Mikka sem gerir hann rúmlega 77 ára gamlan þegar þetta svar birtist í júlí árið 2006. Steamboat Willie er merkileg fyrir margar saki...
Er ekki vonlaust fyrir Íslendinga að svara þessum 2500 spurningum til að komast í Evrópusambandið?
Ísland er búið að svara öllum spurningunum sem Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins afhenti stjórnvöldum fyrir þremur dögum! Aldrei fyrr í sögunni hefur fámenn þjóð svarað svo mörgum spurningum jafn hratt og örugglega! (Við erum best!) Þessi mynd var tekin þegar Olli Rehn afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur spu...