Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 321 svör fundust
Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?
Yfirborð jarðar er að langmestu leyti hulið setlögum. Þetta á bæði við um víðáttu hafsbotnsins og þurrlendi meginlandanna. Það gefur því auga leið að setlög eru afar fjölbreytileg. Myndun setlaga hefst með því að setkorn verða til í náttúrunni. Setkornin geta flust úr stað en setjast svo til og mynda setlög. ...
Hver fann fyrstur risaeðlubein?
Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...
Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?
Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...
Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...
Hver gefur óveðri nafn?
Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...
Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?
Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...
Hvernig verða halastjörnur til?
Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess. Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (in...
Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?
Fleiri spyrjendur voru:Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar GunnarssonMargar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá ...
Hver voru algeng nöfn víkinga?
Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið tekinn saman listi yfir þá sem töldust víkingar eða vitað var að héldu í víking. Til er stuttur kafli um nöfn sem þekkt eru frá víkingatímanum í bók Assars Janzéns um norræn eiginnöfn (1948:28-29). Þau eru ekki sérstaklega nöfn á þeim sem héldu í víking heldur heimildir ...
Er hægt að endurlífga loðfílinn?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...
Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?
Ritheimildir segja frá veru Papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Þó að vissulega sé hægt að þreifa á gömlum handritum er líklega átt við annars konar áþreifanlegar sannanir. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleipur, einkum og sér í lagi ...
Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?
Etrúska er tungumál sem var í eina tíð talað á Ítalíu, en er nú útdautt. Þekking okkar á þessu máli er allgloppótt. Að vísu höfum við um 9000 texta frá tímabilinu 700 fyrir Krist til 10 eftir Krist og auk þess um 40 glósur í latneskum og grískum heimildum. En flestir þessara texta eru mjög stuttir. Að undanskildum...
Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?
Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...
Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?
Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...
Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?
Fyrst er rétt að taka fram að bóluefni í þróun við COVID-19 eru mörg og af fjórum gerðum. Þegar þetta svar er skrifað hafa tvö þeirra fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna og NIAID. Bæði þessu bóluefni eru svonefnd kjarnsýrubóluefni og innihalda mRNA-bút sem skr...