Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2746 svör fundust
Hvers konar fjölmiðlar voru á Íslandi 1918?
Árið 1918 voru fjölmiðlar eingöngu prentmiðlar. Útsendingar útvarps og sjónvarps voru varla farnar að tíðkast neins staðar í heiminum; þó að búið væri að finna upp tækni til að senda símskeyti og loftskeyti var ekki enn farið að nota hana til fjölmiðlunar, nema hvað blöðin nutu þess auðvitað að fá fréttir með síma...
Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Vegna sífellt aukinnar tækni- og nútímavæðingar Vesturlanda hlusta flestir Texas-búar í dag á það sama og þeir sem búa í Kaliforníu, Frakklandi eða á Íslandi. Segja má að popp og hipphopp „ríki“ þar fyrst og fremst, eins og víða annars staðar. En auðvitað eru ákveðna...
Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?
Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...
Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?
Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...
Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?
Hýenur skiptast í fjórar tegundir sem ekki gefa allar frá sér jafn mikil eða sambærileg hljóð. Svarið hér á eftir á því aðeins við um blettahýenur (Crocuta crocuta) en hljóð þeirra hafa verið nokkuð rannsökuð. Oft er talað um að hljóð hýena minni á hlátur þær gefa einnig frá sér ýmis konar önnur hljóð sem eru meir...
Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?
Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjósku...
Hvers konar strik er sett í reikninginn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...
Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...
Hvers konar sveppir í híbýlum eru hættulegir fólki?
Hér er væntanlega spurt um myglusveppi. Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist...
Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?
Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...
Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...
Hvers konar lán eru glópalán? Hvað merkir glópa-?
Orðið glópalán merkir ‛slembilukka, meiri heppni en við var að búast’. Það er sett saman úr orðunum glópur ‛afglapi, kjáni, flón’ og lán ‛heppni’, það er að segja lán eða heppni sem kjáni verður fyrir. Orðið er ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ljóði eftir ...
Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?
Afríkufílar (Loxodonta spp.) greinast í tvær tegundir. Önnur þeirra og sú stærri er gresjufíllinn (L. africana). Hann finnst á opnum svæðum utan regnskóga Mið-Afríku, meðal annars á gresjunum og staktrjáasléttum (e. savanna) í austurhluta Afríku en einnig á gisnu svæði utan þéttustu skóga í vesturhluta álfunnar og...
Hvers konar herör er verið að skera upp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins? Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálss...
Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?
Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...