Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 356 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?

Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?

Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?

Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?

Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna. Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?

Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að vera tvíkynja?

Hér er svarað spurningunum:Er til fólk sem er tvíkynja? Ef svo er, af hverju stafar það og af hvaða kyni verður einstaklingurinn? Hversu algengt er að fólk fæðist tvíkynja? Eru til tvíkynja manneskjur? Hversu algengt er þá að menn fæðist með tvö ólík kynfæri? Rétt er að taka fram í upphafi að hér er nær eingön...

category-iconMannfræði

Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?

Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur?

Ástæðan fyrir þessu tengist sjávarföllunum sem við sjáum á hverjum degi við strendur landsins. Sjávarföllin verða af því að þyngdarkrafturinn frá tungli á jörðina er meiri á þeirri hlið jarðarinnar sem snýr að tungli heldur en í miðju jarðarinnar og hins vegar minni á þeirri hlð jarðar sem snýr frá tunglinu. Þetta...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju koma haustlitirnir?

Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...

category-iconTrúarbrögð

Getur hver sem er tekið að sér að jarða fólk og stýra útför?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mega aðstandendur sjá um undirbúning og framkvæmd útfara og þurfa líkkistur að fylgja einhverjum stöðlum? Útför er yfirheiti og er það notað um athöfnina sjálfa. Jarðarför er einnig oft notað um athöfnina og jarðsetningu ef um kistu er að ræða en bálför ef brennt er. ...

category-iconHeimspeki

Hvað er akademískt frelsi?

Í allri umræðu um háskóla er hugtakið „akademískt frelsi“ ákaflega áberandi. Sérstaklega er það áberandi í þeim textum sem háskólar skilgreina sig sjálfir út frá. Það er augljóst að þeir telja þessa gerð frelsis vera eitt sitt mikilvægasta gildi og blasir það því við þar sem skólarnir eru kynntir. Það er þó ekki a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?

Ekki er unnt að setja fastan tíma á niðurbrot líkama í vatni fremur en í jörðu. Þó er niðurbrot líkamsleifa í sjó eða vötnum með nokkuð öðrum hætti en líka, sem umbreytast undir beru lofti eða í jörðu og skiptir hitastig miklu máli. Líkamar manna, sem drukkna í sæ eða vötnum kólna hraðar en líkamar á þurru landi....

category-iconLæknisfræði

Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?

Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sólin heit?

Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Duchenne vöðvarýrnun?

Vöðvarýrnanir (muscular dystrophies) eru flokkur vöðvasjúkdóma sem veldur vöðvarýrnun og kraftleysi. Mjög mismunandi er hversu alvarleg og útbreidd einkennin eru, en þau koma oft fram í æsku. Þessir sjúkdómar eru arfgengir og eru rúmlega 30 mismunandi tegundir þekktar. Greint er á milli mismunandi sjúkdóma út frá ...

Fleiri niðurstöður