Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 438 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?

Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref: Karldýrið þarf að finna kvendýr. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni. Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stig...

category-iconLögfræði

Þarf sambúðarfólk að gera sameiginlega skattaskýrslu þó að annar aðilinn sé skráður fyrir öllum eignum?

Öllum þeim sem búsettir eru hér á landi er skylt að skila inn skattframtali, samanber 1. tölulið 1. málsgrein 1. greinar laga númer 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum. Engu breytir hve miklar eignir menn eiga eða hvort þeir eiga eignir á annað borð. Sambúðarfólki er skylt að skila sameiginl...

category-iconHugvísindi

Af hverju var Leifur skírður Leifur?

Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000. Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorði...

category-iconTrúarbrögð

Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?

Það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Flestir myndu til að mynda samþykkja að kristni, búddismi og hindúatrú væru mismunandi trúarbrögð. En innan kristninnar eru margir "skólar", til dæmis mótmælendatrú og rómversk-kaþólsk trú. Á þ...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Evrópu?

Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áæt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hrísey?

Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan. Hrísey, horft suður Eyjafjörð. Hrísey...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er hægt að segja til um hvaðan vatnið kom?

Haraldur og Sigurður eru mikið fyrir ýmiss konar þrautir en þeir skiptast gjarnan á og leggja þrautir hvor fyrir annan. Nú er komið að honum Haraldi. Hann tekur tvær tómar hálfslítra plastflöskur og fyllir þær af vatni. Því næst nær hann í skúringafötu og segir við Sigurð:Þú þarft að tæma úr báðum plastflöskun...

category-iconLandafræði

Hvað þýða litirnir í spænska fánanum?

Spænski fáninn hefur þrjár láréttar rendur. Tvær þeirra eru rauðar, sú efsta og sú neðsta, en röndin í miðjunni er gul að lit. Gula röndin er tvöfalt stærri en hvor rauða röndin. Litir fána tengjast oftar en ekki einhverju sem einkennir bæði land og þjóð. En þó eru skiptar skoðanir um hvað litirnir standa fyrir. G...

category-iconHugvísindi

Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?

Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur. Forliðurinn gegn- er notaður í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um litningavíxl?

Litningavíxl verða eftir því sem best er vitað hjá öllum þeim lífverum sem æxlast með kynæxlun en þau verða líka hjá bakteríum og veirum. Dýr og háplöntur sem hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum, eru tvílitna, þurfa að helminga litningafjöldann við myndun kynfrumna. Þetta gerist við rýriskipti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

category-iconJarðvísindi

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?

Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...

Fleiri niðurstöður