Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 347 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?

Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki?

Orðin aldurstakmark og aldurslágmark eru notuð á misjafna vegu. Aldurstakmark er það mark sem aldurinn setur, bæði hámark og lágmark. Þegar talað er um aldurslágmark er átt við lægsta aldur, sem til greina kemur í einhverju tilviki, en aldurshámark þann hæsta. Þegar auglýst er að aldurslágmark á dansleik sé við 16...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Everestfjall svona hátt?

Everestfjall er hæsta fjall jarðar, nánar tiltekið 8.850 metrar yfir sjávarmáli. Fjallið tilheyrir Himalajafjallgarðinum en hann er í 6 löndum sem heita: Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Myndun fellingafjalla getur orðið með þrennum hætti: Hafsbotnsskorpa sekkur undir aðra hafsbotnssk...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefurinn á búlgörsku með Ásdísi Rán

Frá árinu 2007 hefur Vísindavefurinn verið í samstarfi við nokkra evrópska aðila sem miðla vísindum til almennings á Netinu. Einn þeirra heldur meðal annars úti síðu fyrir búlgörsk börn og hefur í hyggju að auka umfjöllun um nútímavísindi. Búlgörsku samstarfsaðilarnar hafa nýlega fengið leyfi til að þýða og bir...

category-iconHeimspeki

Hvernig getur hugtakið „óendanlegt“ staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta?

Flestum þykir okkur erfitt að skilja til fulls hugtakið óendanlegt. Þegar allt kemur til alls virðast þó ekki aðrir kostir í boði en að gera okkur það að góðu þar sem það stenst engan veginn að allt sé endanlegt. Hugsum okkur til dæmis jafn einfaldan hlut og að telja. Fyrst eftir að barn lærir að telja heldur þ...

category-iconEfnafræði

Hvert er bræðslumark demants?

Demantur hefur hæsta bræðslumark allra þekktra efna, 3547°C. Það þýðir að við það hitastig og staðalþrýstingsskilyrði (1 bars þrýsting) umbreytist demantur úr föstu formi í vökvaform. Demantur er annað tveggja meginforma kolefnis á föstu formi (C(s)). Hitt formið er grafít, sem hefur gjörólíka eiginleika, eins ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?

Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...

category-iconHugvísindi

Hvað er vikivaki?

Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru interferón?

Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem st...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?

Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...

category-iconLandafræði

Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?

Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?

Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?

Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n...

category-iconJarðvísindi

Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?

Leiða má líkur að því að nafnið Bárðarbunga sé skylt Bárðargötu sem sagt er frá í Landnámabók. Landnámsmaðurinn Bárður Heyangurs-Bjarnason sem nam Bárðardal og dalurinn heitir eftir, taldi landkosti betri fyrir sunnan heiði vegna blíðari sunnanvinda en norðanvinda. Hann flutti sig búferlum yfir hálendið og fór „Vo...

category-iconHugvísindi

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

Fleiri niðurstöður