Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 586 svör fundust
Hvers vegna er orðið testamenti viðurkennt sem íslenska?
Upphafleg spurning var á þessa leið: „Hver er ástæða þess að ekki hefur í seinni tíð verið hróflað við hinu augljósa tökuorði 'testamenti'? Hví var 'vitnisburður' eða orð sams konar merkingar ekki notað frá upphafi?“ Orðið testamenti er upphaflega tökuorð úr latínu og barst í málið með fornum kirkjulegum ver...
Hvað eru margir jöklar á Íslandi?
Eftirtaldir jöklar koma strax upp í hugann: Snæfellsjökull, Drangajökull, Eiríksjökull, Langjökull, Hofsjökull, Tungnafellsjökull, Vatnajökull, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull. Þetta eru 9 jöklar samtals. Nokkur smærri svæði sem eru alltaf snævi þakin eru stundum talin til jökla, til dæmis á Tröllaskaga mi...
Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?
Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...
Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?
Sex innstu reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar, það er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus, sjást með berum augum og hafa því þekkst alla tíð. Það er því ekki hægt að benda á neinn einn sem hafi uppgötvað tilvist þeirra. Ennfrekur er frekar erfitt að segja með vissu hver hafi áttað sig á að þessir ...
Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?
Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast ...
Hver var Henri Becquerel?
Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...
Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?
Skjaldbökur eru afar frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Helsta einkenni þeirra er skjöldurinn sem umlykur skrokkinn og geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann ef hætta steðjar að. Fæðuval skjaldbaka er nokkuð fjölbreytilegt. Þar sem þær eru tannlausar, og hafa sennilega verið það í 150 milljó...
Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði?
Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Þessi vefsíða [hlekkur óvirkur, 30.10.2010] sem spyrjandi benti okkur á og þau loforð um ávöxtun sem á henni er að finna eru gott dæmi um að ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það mjög ólíklega satt....
Er til fræðileg skilgreining á orðinu krummaskuð og hver er hún þá?
Okkur er ekki kunnugt um að þetta orð sé notað í fræðilegu samhengi en hér á eftir er fjallað um orðið frá almennu málfræðilegu sjónarmiði. 'Krummaskuð' er upphaflega notað um eitthvað lítið og óverulegt og gat það verið næstum hvað sem var, hagldir, sylgjur, skór og fleira. Í seinni tíð hefur notkunin einkum b...
Hvernig myndast hraundrýli?
Hraundrýli – hornito á máli eldfjallafræðinnar – eru nokkurs konar strompar eða strýtur í kringum göt í þaki hraunrása. Hraundrýli myndast við það að lofttegundir, sem losna úr bráðinni, streyma út um gatið með miklum hraða og bera með sér hraunflyksur sem límast í kringum loftrásina. Hraundrýli hjá Kröflu, til ...
Hvað er nostalgía?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað? Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið? Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson. Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað ...
Hvað er klyfjagangur eða lestagangur, margir kílómetrar á klukkustund?
Hugtökin klyfjagangur og lestagangur eru samheiti og vísa til þess hversu langt klyfjuð hestalest fer yfirleitt á einni klukkustund, en það er um 5 km. Önnur samheiti eru fet, fetgangur og einnig seinagangur. Klyfjagangur er um 5 km á klukkustund. Á myndinni sjást klyfjaðir hestar fara yfir Jökulsá á Sólheimasa...
Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?
Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...
Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...
Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona:Af hverju gefa kettir frá sér þetta einkennilega kjökur þegar þeir sjá bráð? Hvaða tilgangi þjónar það? Kattareigendur þekkja það vel að kettir gefa frá sér ýmis hljóð. Það algengasta er mjálmið (mjá mjá mjá), en það hljómar með ýmsum blæbrigðum; rólegt, hvetjandi eða kveina...