Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1223 svör fundust
Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?
Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og boris...
Hvað er málþroskaröskun?
Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...
Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...
Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?
Engin leið er til að svara því hvaða mál er talið flóknast í heimi. Tungumál eru byggð misjafnlega upp. Sum eru beygingarmál, önnur beygingarlaus, sum teljast til svokallaðra viðskeytamála, önnur til fjöltengimála. Þeim sem vanist hefur beygingarlausu máli kann að finnast íslenska flókið mál á sama hátt og Íslendi...
Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?
Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðsluste...
Hvað eru sakamál?
Hinn 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um sakamál nr. 88/2008, og koma þau í stað laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Segir í 1. mgr. 1. gr. nýju laganna:Þau mál öll, sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu sæta meðferð eftir ákvæðum laga þessara nema öðruvísi sé fyrir mælt í lög...
Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?
Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisi...
Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?
Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...
Tala englar táknmál?
Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál. Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; ís...
Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?
Etrúska er tungumál sem var í eina tíð talað á Ítalíu, en er nú útdautt. Þekking okkar á þessu máli er allgloppótt. Að vísu höfum við um 9000 texta frá tímabilinu 700 fyrir Krist til 10 eftir Krist og auk þess um 40 glósur í latneskum og grískum heimildum. En flestir þessara texta eru mjög stuttir. Að undanskildum...
Hvað er flatarmál?
Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...
Hverjir voru forfeður Trójumanna?
Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...
Er rangt að segja „við förum erlendis“?
Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...
Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu?
Spurningin öll með nánari skýringu hljóðaði svona:Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu? Er það kannski ekki fleirtöluorð? Ég er að vinna á skipulagssviði og er oft að auglýsa fleiri en eitt skipulag. (t.d. deiliskipulag eða aðalskipulag) Þá þvælist fyrir okkur að ekki sé hægt að auglýsa t.d. nokkur „skipulög...
Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?
Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...