Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1011 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?

Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?

Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?

Það eru aðallega þrjár bjarnategundir (Ursus sp.) sem ráðast á menn og valda þeim tjóni, svartbirnir, skógarbirnir og ísbirnir. Svartbirnir (U. americanus) urðu 52 manneskjum að bana á tímabilinu frá 1900 til 2003. Að jafnaði drápu svartbirnir þess vegna einn mann á tveggja ára fresti. Svipaður fjöldi hefur látið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur?

Löng hefð er fyrir veiðum á hákarli á Íslandsmiðum. Þegar talað er um hákarlaveiðar við Ísland er nær einungis átt við veiðar á grænlandshákarli (Somniosus microcephalus). Nokkrar aðrar hákarlategundir koma þó í veiðarfæri skipa hér við land. Samkvæmt aflatölum Fiskistofu fyrir árið 2013 voru fimm tegundir háka...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?

Stjórnarkreppa er það kallað þegar afar erfiðlega gengur að koma saman þingmeirihluta sem styður ríkisstjórn. Þingmeirihluti er nauðsynlegur fyrir ríkisstjórnir í þingræðisríkjum því samkvæmt þingræðisreglunni verða ríkisstjórnir að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þingflokkar koma sér saman um hver fer með fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa allir broddgeltir brodda?

Nei, svo undarlega sem það kann að hljóma eru ekki allir broddgeltir með eiginlega brodda. Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae). Rottugeltir eru furðu líkir rottum og hafa ekki samskonar brodda á bakinu og hinir eiginl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fornbakteríur?

Fornbakteríur (archaea) eru að öllum líkindum elsti hópur lífvera á jörðinni og nokkuð víst að þær hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 3,5 milljörðum ára. Sennilega hafa eiginlegar bakteríur (eubacteria) þróast einhvern tímann í fyrndinni út frá fornbakteríum. Fornbakteríur eru dreifkjörnungar líkt og eigin...

category-iconLandafræði

Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?

Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli. Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu...

category-iconVísindavefurinn

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...

category-iconMannfræði

Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?

Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mannfræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem algengt er í mörgum tungumálum af indóevrópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um al...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?

Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er uppruni sólkerfis okkar?

Sólkerfið okkar byrjaði að myndast fyrir tæpum fimm milljörðum ára, þegar geysistórt gas- og rykský tók að falla saman. Er þrýstingur jókst í skýinu myndaðist frumsól í miðju þess og í efnisdisk umhverfis hana mynduðust reikistjörnur sólkerfisins. Fjallað er í rækilegra máli um uppruna sólkerfisins og reikistja...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig flokka Gyðingar rit Gamla testamentisins?

Gyðingar flokka rit Gamla testamentisins í lögmálið, ritin og spámennina. Lögmálið er Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og loks eru það spámannaritin. Hjá Gyðingum nýtur lögmálið (torah) mestrar hylli og helgi. Gyðingar tala raunar ekki um „Gamla testamentið.“ Það er kristið hugtak...

category-iconStærðfræði

Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?

Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40 og dregnar eru 5 kúlur. Ekki skiptir máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar. Ef við hugsum fyrst um fjölda möguleika á að draga 5 kúlur þannig að það skipti máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar þá eru 40 möguleikar á hvaða kúlu við drögum fyrst, 39 á n...

category-iconLandafræði

Af hverju eru heimsálfurnar sjö?

Þó venjan sé að tala um heimsálfurnar sjö þá er það ekki algilt, sumir vilja álíta þær sex talsins og enn aðrir meina að þær séu aðeins fimm. Hvaða tölu fólk aðhyllist ræðst af því hvernig það vill skilgreina heimsálfur og eins af því hvaða hefðir hafa skapast í tímans rás. Það er erfitt að finna eina endanlega...

Fleiri niðurstöður