Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 204 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Út á hvað gengur 1. maí?

Á vefsetri ASÍ (Alþýðusambands Íslands) er sagt frá því að á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og ...

category-iconFornfræði

Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður? Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heilar og ræðar tölur?

Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?

Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri. ...

category-iconHeimspeki

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?

Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar. Gel...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?

Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu. Árið 1998 gaf hann út ævisögu Árna Magnússonar (...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?

Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti B...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er prósaljóð?

Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?

Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...

category-iconHeimspeki

Hver var Walter Benjamin og hvert var framlag hans til hugvísindanna?

Walter Benjamin (1892-1940) var einn merkasti og sérstæðasti hugsuður á sviði hugvísinda á Vesturlöndum á 20. öld. Höfundarverk hans er margþætt og fjölbreytilegt og hann fékkst í skrifum sínum við jafn ólík viðfangsefni og borgarfræði, kvikmyndir, söguspeki, ljósmyndatækni, bókasöfn, frímerki og jurtir svo dæmi s...

category-iconStærðfræði

Hver var Adrien-Marie Legendre og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Adrien-Marie Legendre fæddist árið 1752 og lést árið 1833. Hann var yngstur þriggja franskra stærðfræðinga sem báru allir nafn sem hefst á L og voru virkir fyrir og á meðan frönsku byltingunni stóð og á tímum keisaraveldis Napóleons fyrsta. Hinir voru Lagrange (1736-1813) og Laplace (1749-1827). Allir lifðu lengi...

category-iconHugvísindi

Hver var Karl Marx og hverjir höfðu mest áhrif á hugmyndir hans um samfélagið?

Spurningunni um áhrifavalda Karls Marx er kannski best svarað með hliðsjón af lífshlaupi hans. Byltingarleiðtoginn, félagsvísindamaðurinn og sagnfræðingurinn Karl Marx, var fæddur árið 1818 í Trier, sonur virts lögfræðings. Hann var af gyðingaættum og margir af forfeðrum hans, bæði í móður- og föðurætt, voru rab...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Akkilles?

Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Hinir ólympsku guðir ákváðu að Peleifur skyldi kvænast Þetisi þrátt fyrir að hún hefði engan hug á því. Áður höfðu æðsti guðinn Seifur og sjávarguðinn Póseidon verið biðlar Þetisar en þeir drógu bónorð sín í skyndi til baka þegar þeir fréttu þan...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?

Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Rosalind Franklin og hvernig tengist hún rannsóknum á DNA?

Rosalind Elsie Franklin var fædd í London árið 1920. Hún var af gyðingaættum. Hún lauk jafngildi B.Sc.-prófs í eðlisfræði frá Cambridge árið 1941 og hlaut doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá sama skóla árið 1945. Rannsóknir hennar til doktorsprófs snerust um vissa eiginleika kola. Frá 1947 til 1950 starfaði hún í Pa...

Fleiri niðurstöður