Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 131 svör fundust
Af hverju skiptist Kórea í Norður- og Suður-Kóreu?
Uppskipting Kóreu í norður- og suðurhluta átti sér býsna langan aðdraganda. Allt frá 7. öld hafði Kórea verið óskipt konungsríki í nánu sambandi við kínverska keisaraveldið sem ljáði því djúptæk menningarleg og pólitísk áhrif, þó án þess að sambandið hafi skert sjálfstæði Kóreu. Segja má að Kórea hafi notið vernda...
Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...
Eru ljón hættuleg mönnum?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....
Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?
Sambandsslit og hjartasárin sem þeim fylgja eru eitthvað sem flestir landsmenn þekkja. Fyrir utan þann andlega sársauka sem fólk í ástarsorg finnur fyrir, þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að áfallið sem fylgir sambandsslitum getur beinlínis haft heilsuspillandi áhrif. Það er því ekki nema von að lesendur velti fyri...
Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Er það betra en 220 volt?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Eru fleiri þjóðir með 110 V og er það betra en 220 V? Er þetta frá því að Edison var uppi? Ástæða þess að í Bandaríkjunum eru notuð 110 volt er fyrst og fremst söguleg. Fyrstu rafalarnir (jafnstraumsrafalar) voru byggðir í sitt hvoru lagi á...
Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?
Þrátt fyrir að fimmta öldin í Kína hafi verið undirlögð af borgarastyrjöld og blóðbaði, blómstraði menningarlífið sem aldrei fyrr. Erfitt er að segja til um af hverju þetta stafaði en ef til vill skapaði ástandið nægan efnivið í sögur og listaverk eða þá að afskiptaleysi stjórnvalda, sem voru of upptekin við að ha...
Hafa sjónvarp, tónlistarmyndbönd og tónlist, slæm áhrif á börn og unglinga?
Þessi spurning er of víðtæk til að hægt sé að gera henni ítarleg skil á Vísindavefnum og verður hér aðeins stiklað á stóru. Frá upphafsdögum sjónvarps, upp úr 1950, hafa fræðimenn og foreldrar barna og unglinga haft áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum áhrifum miðilsins á þroska, viðhorf og hegðun ungmenna. Hefur ...
Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?
Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...
Hver er munurinn á engli og erkiengli?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...
Hvað eru vindstrókar og hvernig myndast þeir?
Flestir vindsveipir myndast þar sem vindhraði eða vindátt taka snöggum breytingum. Á það bæði við á örsmáum mælikvarða, til dæmis við húshorn, jafnt sem í stórum veðurkerfum, jafnt lóðrétt og lárétt. Þeir staðir sem valda rofi í straumi, til dæmis skarpar brúnir í landslagi, eru sérlega líklegir myndunarstaðir. Sö...
Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?
Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutn...
Er vitað hvaða sjúkdómur hrjáði Jón þumlung?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um Jón þumlung og píslarsögu hans? Jón „þumlungur“ sem svo var oft nefndur hét Jón Magnússon og var um miðbik 17. aldar sóknarprestur að Eyri í Skutulsfirði, þar sem nú er Ísafjarðarbær. Séra Jón Magnússon er þekktastur fyrir að hafa orðið til þe...
Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?
Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1...
Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað orsakaði Kóreustríðið? (Hvers vegna braust stríðið út?) Ekki eru allir á einu máli um hvað réð mestu um upphaf Kóreustríðsins en hægt er að rekja það til samspils fjögurra meginþátta:Yfirráða Japana í Kóreu á árunum 1910-1945;Hugmyndafræðilegs ágreinings Sovétríkjanna...
Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að óbó er notað til að gefa tóninn í upphafi tónleika sinfoníuhljómsveita, og önnur hljóðfæri stilla sig eftir? Gestir sinfóníutónleika hafa eflaust tekið eftir því að áður en hljómsveitin hefur leik sinn þarf hún að stilla sig saman. Þetta er...