Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2957 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?

Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?

Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn?

Allar köngulær eru eitraðar og nota eitur til að lama bráð sína. Hins vegar er eitrið sjaldnast skaðlegt mönnum. Könglær af ættinni Theraphosidae eru almennt nefndar tarantúlur. Þær finnast í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega í Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Amer...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...

category-iconVeðurfræði

Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?

Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...

category-iconLæknisfræði

Hefur D-vítamín áhrif á COVID-19?

Meðal fjölmargra þátta sem brenna á vísindamönnum í tengslum við COVID-19 (e. coronavirus disease 2019) er áhrif næringarástands á horfur sjúkdómsins. Þar hefur D-vítamín verið ofarlega á baugi en margar spurningar hafa vaknað í þessu samhengi: Veldur D-vítamínskortur verri horfum hjá sjúklingum með COVID-19? ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig komu áhrif upplýsingarinnar fram á Íslandi?

Hekluganga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar markaði að ákveðnu leyti upphaf upplýsingarinnar hér á landi. Þeir klifu þetta víðfræga og alræmda fjall árið 1750 og afsönnuðu þá hjátrú að þar væri op Vítis en sýndu að hægt væri að mæla og rannsaka náttúruna á vísindalegan hátt. Fjallgangan var því táknræn fyrir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?

Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru áhrif SO2 á mannslíkamann? Eru einhver langtímaáhrif þekkt? Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinstvíildis (sem líka kallast brennisteinsdíoxíð, SO2) þá breytist efnið á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nef...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?

Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?

Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslens...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?

Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?

Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?

Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum. Dagleg þörf fullorðins manns fyrir kopar (Cu) er 30 µg á hvert kíló. Við fáum kopar í gegnum fæðu en á iðnaðarsvæðum geta fíngerðar koparagnir borist í einstaklinga. Kopar binst auðveldlega í blóðvökvanum (serum) við prótínin albumin og transcuprein og berst með ...

Fleiri niðurstöður