Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:55 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:55 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Stutta svarið

Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fólks.

Lengra svar

Manneskjur eru kynæxlandi spendýr sem mynda sterk félagsleg tengsl og tilheyra stærri og minni samfélögum. Eiginleikar einstaklinga tegundarinnar mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Samspilið getur lýst sér þannig að ákveðin útgáfa gens ýtir undir húðkrabba á Spáni en ekki hérlendis, eða umhverfisáfall getur leitt til geðrofs ef tilviljun hagar því að það dynji á manneskju á viðkvæmum stað í þroska. Þetta á við alla eiginleika fólks (til dæmis hæð, fjölda bakhára eða styrk járns í blóði), þar á meðal alla eiginleika sem flokkast undir kynbundin eða kyntengd einkenni, sem og kynvitund og kynhneigð.

Náttúran setur ekki siðfræðilegar reglur. Við getum ekki horft til náttúrunnar og sagt að hegðun ljónsins, mörgæsarinnar eða amöbunnar ákvarði hvað sé rétt eða rangt í mannlegri hegðan. Gildi og þau siðferðilegu viðmið sem við lifum eftir og móta hegðun okkur gagnvart öðrum, eru okkar (mannkyns) að skilgreina og sammælast um. Aðrar lífverur eru bara eins og þær eru og fella enga dóma.

Lífríkið er fjölbreytt hvað varðar kyn. Dreifkjörnungar, upprunalegu lífverur jarðar, fjölguðu sér kynlaust og gera það enn. Kynæxlun þróaðist þegar heilkjörnungar komu fram á sjónarsviðið. Meðal þeirra er heilmikil fjölbreytni í eiginleikum tengdum kyni, kynvitund og kynhneigð. Meðal heilkjörnunga finnast einkynja verur, tvíkynja, sem og lífverur sem skipta um kyn eftir æviskeiðum. Einnig eru kerfin sem ákvarða kynið mjög fjölbreytt milli hópa, jafnvel milli náskyldra hópa eins og fiska, fugla og spendýra. Í sumum hópum ákvarðar umhverfið kynið (til dæmis meðal krókódíla) en í öðrum hópum (til dæmis hjá mönnum og sveppum) eru það erfðaþættir sem ráða. Einnig er mismunandi hvaða kynbundnu einkenni eru í byggingu eða háttum einstaklinga hverrar tegundar. Flestir kannast við testósterón sem mikilvægt karlhormón hjá mönnum. Hjá hýenum er því hins vegar öfugt farið, kvendýrin hafa meira testósterón og það mótar mörg kyntengd einkenni þeirra.

Þróunarfræðingar hafa veitt því eftirtekt að kynæxlun virðist vera nauðsynlegur eiginleiki heilkjörnunga. Nokkrir hópar þeirra hafa þó söðlað um aftur og fjölga sér kynlaust (til dæmis vissar gerðir dýra, plantna og sveppa). Þar sem enginn hópur kynlaust æxlandi heilkjörnunga hefur viðhaldist lengi í þróunarsögunni og getið af sér margar ólíkar tegundir, er ljóst að kynæxlun er ákjósanleg fyrir þennan hóp lífvera. Einnig eru þekktar lífverur með blandaðan stíl. Til dæmis fjölga blaðlýs sér með meyfæðingum þegar þær yfirtaka salatplöntu, en geta skipt yfir í kynæxlun þegar þörf krefur. Þróunarfræðilegur árangur tegunda felur hvorki í sér siðferðilega blessun né bölvun.

Mynd 1. Fjölbreytileiki er í kynbundum einkennum og æxlunarferlum í dýraríkinu. A) Kvenkyns hýenur hafa hærra testósterón en karlarnir, og það mótar byggingu þeirra og kynfæri. B) Blaðlýs geta fjölgað sér með kynlausri æxlun og kynæxlun.

Við erum öll ólík, og höfum ýmsa mismunandi eiginleika. Tvær stúlkur geta til dæmis verið jafnháar en haft misstórar hendur, og tveir einstaklingar mælast með sama blóðþrýsting en eru af ólíku kyni. Að meðaltali er enginn munur á konum og körlum í flestum eiginleikum, en nokkur einkenni eru ólík milli kynja, og þau köllum við kynbundin. Þá köllum við kynbundna eiginleika. Meðaltöl segja bara hálfa söguna, því flestir eiginleikar liggja á rófi. Lengd reðurs er eitt dæmi. Typpi eru mislöng, bæði í hvíldarstöðu og við spennu, og ófullkomin fylgni þar á milli. Þetta þema endurtekur sig líklega með alla kyntengda eiginleika, eins og punga, leggöng og andlitshár, en einnig kynhneigð og kynvitund. Vissulega er sterk fylgni milli margra þátta, en ekki fullkomin. Þó flestir typpahafar séu gagnkynhneigðir, er sambandið ófullkomið. Því eru margir með typpi samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða án kynhneigða. Eins sýna einstaklingar með leggöng bæði fjölbreytta kynvitund og kynhneigð. Þessi mynstur eru ekki bundin við menn, enda eru mörg dæmi um samkynhneigð, eða það sem einnig má kalla samkynhneigt atferli, hjá öðrum dýrategundum, samanber svar Charlottu Oddsdóttur við spurningunni Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?

Einstaklingar með blöndu af kyneinkennum eða án einkenna hafa fundist í mörgum tegundum dýra. Þetta er útskýrt vel í svari eftir Sigríði R. Franzdóttur við spurningunni Getur fólk verið af millikyni? en hér er tæpt á tveimur atriðum. Í fyrsta lagi er þekkt meðal spendýra að samruni fósturvísa getur leitt til þess að einstaklingar verði erfðafræðilega samsettir. Ef fóstrin voru af ólíku kyni þá getur það haft áhrif á þroskun kynbundinna einkenna, eftir því hvar frumurnar lenda í einstaklingnum. Sérstaklega þegar kemur að kynþroska, til dæmis í frumum sem drífa framleiðslu kynhormóna (ef þau myndast). Í öðru lagi geta stökkbreytingar í líkamsfrumum fósturs einnig leitt til þess að einstaklingur fái missterk eða jafnvel blönduð kyntengd einkenni. Eins er þekkt að vissir umhverfisþættir geta mótað eða afmáð kyntengd einkenni (að minnsta kosti í öðrum hryggdýrum), til dæmis hormónahermar eins og Bisphenol-A.[1] Einstaklingar með svona blöndu kyneinkenna eða án þeirra eru sjaldgæfir, og eru kallaðir trans. Breytileiki í kyntengdum eiginleikum, byggingu, vitund eða löngunum, hversu sjaldgæfur eða framandi sem hann er einstaklingum sem liggja nær meðaltalinu, felur hvorki í sér siðferðilega bölvun né blessun.

Vegna þess hversu marga kynbundna eiginleika er um að ræða, getur enginn einstaklingar legið á meðaltalinu fyrir alla þá eiginleika. Í erfðafræði er hugtakið villigerð notað til að tákna algengu gerðina (ekki eðlilegu, af því að það orð ber í sér gildi). Ef við hugsum til þeirra um það bil 19.050 gena sem við höfum, þá bera allir einstaklingar í sér samsætur einhverra gena sem eru ekki villigerð. Þessar samsætur eru vegna stökkbreytinga sem geta raskað virkni genanna. Með öðrum orðum, enginn er villigerð um öll sín gen. Við berum öll stökkbreytingar. Við erum öll frávik, bara í ólíkum eiginleikum. Í dæminu að ofan var fjallað um svipgerðir sem eru ólíkar meðaltali eða algengu gerðinni. En í raun skiptir engu hvað veldur þessari svipgerð, erfðaþáttur, umhverfisbreyta eða tilviljun. Ég legg áherslu á að orðið frávik er hér notað tölfræðilegri merkingu en ekki til tákna eitthvað afbrigðilegt eða náttúrulegt, enda er breytileikinn hluti af lífríkinu á jörðinni.[2]

Samantekt:

  • Lífríkið er ekki uppspretta siðgæðisregla eða réttlætingar.
  • Í lífríkinu er fjöldi ólíkra nálgana við kynæxlun og fjölgun.
  • Það finnst umtalsverður breytileiki í kynbundnum einkennum, byggingu, kynvitund og kynhneigð, innan tegunda.
  • Náttúran er eins og hún er, og mannfólkið líka.

Tilvísanir:
  1. ^ Tilraunir á dýrum sýna að of mikið af efninu Bisphenol-A, sem hefur áþekka byggingu og estrógen hormón, hefur fjölbreytt áhrif á kyntengd einkenni. Faraldsfræðirannsóknir á mönnum benda einnig til margvíslegra neikvæðra áhrifa á heilsu bæði kvenna og karla, og frjósemi.
  2. ^ Breytileikinn er hluti af lífríkinu á jörðinni og að öllum líkindum á öllum öðrum plánetum með líf, óháð því hvaða efnasamböndum eða orkuuppsprettum það byggir á. Því til að líf geti þróast þarf náttúrulegt val. Og náttúrulegt val virkar bara á lífverur sem sýna breytileika, erfðir og mishraða æxlun.

Heimildir og myndir:

Spurningu Lindu er hér svarað að hluta.

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

5.2.2025

Spyrjandi

Linda H.

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2025, sótt 5. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87491.

Arnar Pálsson. (2025, 5. febrúar). Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87491

Arnar Pálsson. „Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2025. Vefsíða. 5. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87491>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?
Stutta svarið

Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fólks.

Lengra svar

Manneskjur eru kynæxlandi spendýr sem mynda sterk félagsleg tengsl og tilheyra stærri og minni samfélögum. Eiginleikar einstaklinga tegundarinnar mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Samspilið getur lýst sér þannig að ákveðin útgáfa gens ýtir undir húðkrabba á Spáni en ekki hérlendis, eða umhverfisáfall getur leitt til geðrofs ef tilviljun hagar því að það dynji á manneskju á viðkvæmum stað í þroska. Þetta á við alla eiginleika fólks (til dæmis hæð, fjölda bakhára eða styrk járns í blóði), þar á meðal alla eiginleika sem flokkast undir kynbundin eða kyntengd einkenni, sem og kynvitund og kynhneigð.

Náttúran setur ekki siðfræðilegar reglur. Við getum ekki horft til náttúrunnar og sagt að hegðun ljónsins, mörgæsarinnar eða amöbunnar ákvarði hvað sé rétt eða rangt í mannlegri hegðan. Gildi og þau siðferðilegu viðmið sem við lifum eftir og móta hegðun okkur gagnvart öðrum, eru okkar (mannkyns) að skilgreina og sammælast um. Aðrar lífverur eru bara eins og þær eru og fella enga dóma.

Lífríkið er fjölbreytt hvað varðar kyn. Dreifkjörnungar, upprunalegu lífverur jarðar, fjölguðu sér kynlaust og gera það enn. Kynæxlun þróaðist þegar heilkjörnungar komu fram á sjónarsviðið. Meðal þeirra er heilmikil fjölbreytni í eiginleikum tengdum kyni, kynvitund og kynhneigð. Meðal heilkjörnunga finnast einkynja verur, tvíkynja, sem og lífverur sem skipta um kyn eftir æviskeiðum. Einnig eru kerfin sem ákvarða kynið mjög fjölbreytt milli hópa, jafnvel milli náskyldra hópa eins og fiska, fugla og spendýra. Í sumum hópum ákvarðar umhverfið kynið (til dæmis meðal krókódíla) en í öðrum hópum (til dæmis hjá mönnum og sveppum) eru það erfðaþættir sem ráða. Einnig er mismunandi hvaða kynbundnu einkenni eru í byggingu eða háttum einstaklinga hverrar tegundar. Flestir kannast við testósterón sem mikilvægt karlhormón hjá mönnum. Hjá hýenum er því hins vegar öfugt farið, kvendýrin hafa meira testósterón og það mótar mörg kyntengd einkenni þeirra.

Þróunarfræðingar hafa veitt því eftirtekt að kynæxlun virðist vera nauðsynlegur eiginleiki heilkjörnunga. Nokkrir hópar þeirra hafa þó söðlað um aftur og fjölga sér kynlaust (til dæmis vissar gerðir dýra, plantna og sveppa). Þar sem enginn hópur kynlaust æxlandi heilkjörnunga hefur viðhaldist lengi í þróunarsögunni og getið af sér margar ólíkar tegundir, er ljóst að kynæxlun er ákjósanleg fyrir þennan hóp lífvera. Einnig eru þekktar lífverur með blandaðan stíl. Til dæmis fjölga blaðlýs sér með meyfæðingum þegar þær yfirtaka salatplöntu, en geta skipt yfir í kynæxlun þegar þörf krefur. Þróunarfræðilegur árangur tegunda felur hvorki í sér siðferðilega blessun né bölvun.

Mynd 1. Fjölbreytileiki er í kynbundum einkennum og æxlunarferlum í dýraríkinu. A) Kvenkyns hýenur hafa hærra testósterón en karlarnir, og það mótar byggingu þeirra og kynfæri. B) Blaðlýs geta fjölgað sér með kynlausri æxlun og kynæxlun.

Við erum öll ólík, og höfum ýmsa mismunandi eiginleika. Tvær stúlkur geta til dæmis verið jafnháar en haft misstórar hendur, og tveir einstaklingar mælast með sama blóðþrýsting en eru af ólíku kyni. Að meðaltali er enginn munur á konum og körlum í flestum eiginleikum, en nokkur einkenni eru ólík milli kynja, og þau köllum við kynbundin. Þá köllum við kynbundna eiginleika. Meðaltöl segja bara hálfa söguna, því flestir eiginleikar liggja á rófi. Lengd reðurs er eitt dæmi. Typpi eru mislöng, bæði í hvíldarstöðu og við spennu, og ófullkomin fylgni þar á milli. Þetta þema endurtekur sig líklega með alla kyntengda eiginleika, eins og punga, leggöng og andlitshár, en einnig kynhneigð og kynvitund. Vissulega er sterk fylgni milli margra þátta, en ekki fullkomin. Þó flestir typpahafar séu gagnkynhneigðir, er sambandið ófullkomið. Því eru margir með typpi samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða án kynhneigða. Eins sýna einstaklingar með leggöng bæði fjölbreytta kynvitund og kynhneigð. Þessi mynstur eru ekki bundin við menn, enda eru mörg dæmi um samkynhneigð, eða það sem einnig má kalla samkynhneigt atferli, hjá öðrum dýrategundum, samanber svar Charlottu Oddsdóttur við spurningunni Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?

Einstaklingar með blöndu af kyneinkennum eða án einkenna hafa fundist í mörgum tegundum dýra. Þetta er útskýrt vel í svari eftir Sigríði R. Franzdóttur við spurningunni Getur fólk verið af millikyni? en hér er tæpt á tveimur atriðum. Í fyrsta lagi er þekkt meðal spendýra að samruni fósturvísa getur leitt til þess að einstaklingar verði erfðafræðilega samsettir. Ef fóstrin voru af ólíku kyni þá getur það haft áhrif á þroskun kynbundinna einkenna, eftir því hvar frumurnar lenda í einstaklingnum. Sérstaklega þegar kemur að kynþroska, til dæmis í frumum sem drífa framleiðslu kynhormóna (ef þau myndast). Í öðru lagi geta stökkbreytingar í líkamsfrumum fósturs einnig leitt til þess að einstaklingur fái missterk eða jafnvel blönduð kyntengd einkenni. Eins er þekkt að vissir umhverfisþættir geta mótað eða afmáð kyntengd einkenni (að minnsta kosti í öðrum hryggdýrum), til dæmis hormónahermar eins og Bisphenol-A.[1] Einstaklingar með svona blöndu kyneinkenna eða án þeirra eru sjaldgæfir, og eru kallaðir trans. Breytileiki í kyntengdum eiginleikum, byggingu, vitund eða löngunum, hversu sjaldgæfur eða framandi sem hann er einstaklingum sem liggja nær meðaltalinu, felur hvorki í sér siðferðilega bölvun né blessun.

Vegna þess hversu marga kynbundna eiginleika er um að ræða, getur enginn einstaklingar legið á meðaltalinu fyrir alla þá eiginleika. Í erfðafræði er hugtakið villigerð notað til að tákna algengu gerðina (ekki eðlilegu, af því að það orð ber í sér gildi). Ef við hugsum til þeirra um það bil 19.050 gena sem við höfum, þá bera allir einstaklingar í sér samsætur einhverra gena sem eru ekki villigerð. Þessar samsætur eru vegna stökkbreytinga sem geta raskað virkni genanna. Með öðrum orðum, enginn er villigerð um öll sín gen. Við berum öll stökkbreytingar. Við erum öll frávik, bara í ólíkum eiginleikum. Í dæminu að ofan var fjallað um svipgerðir sem eru ólíkar meðaltali eða algengu gerðinni. En í raun skiptir engu hvað veldur þessari svipgerð, erfðaþáttur, umhverfisbreyta eða tilviljun. Ég legg áherslu á að orðið frávik er hér notað tölfræðilegri merkingu en ekki til tákna eitthvað afbrigðilegt eða náttúrulegt, enda er breytileikinn hluti af lífríkinu á jörðinni.[2]

Samantekt:

  • Lífríkið er ekki uppspretta siðgæðisregla eða réttlætingar.
  • Í lífríkinu er fjöldi ólíkra nálgana við kynæxlun og fjölgun.
  • Það finnst umtalsverður breytileiki í kynbundnum einkennum, byggingu, kynvitund og kynhneigð, innan tegunda.
  • Náttúran er eins og hún er, og mannfólkið líka.

Tilvísanir:
  1. ^ Tilraunir á dýrum sýna að of mikið af efninu Bisphenol-A, sem hefur áþekka byggingu og estrógen hormón, hefur fjölbreytt áhrif á kyntengd einkenni. Faraldsfræðirannsóknir á mönnum benda einnig til margvíslegra neikvæðra áhrifa á heilsu bæði kvenna og karla, og frjósemi.
  2. ^ Breytileikinn er hluti af lífríkinu á jörðinni og að öllum líkindum á öllum öðrum plánetum með líf, óháð því hvaða efnasamböndum eða orkuuppsprettum það byggir á. Því til að líf geti þróast þarf náttúrulegt val. Og náttúrulegt val virkar bara á lífverur sem sýna breytileika, erfðir og mishraða æxlun.

Heimildir og myndir:

Spurningu Lindu er hér svarað að hluta....