Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 147 svör fundust
Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?
Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...
Hvernig stendur á því að vifta kælir í stað þess að loftið ætti að hitna við hreyfinguna?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Viftan kemur lofti á hreyfingu. Aukin hreyfiorka veldur oftast hita. Hvernig stendur á því að vifta kælir?Ef vifta er í gangi inni í lokuðu rými kólnar loftið í rýminu ekki heldur hitnar smám saman. Í því felst lykillinn að þessari slungnu spurningu. Viftan kælir fleti sem eru ...
Geta dýr gert konur óléttar?
Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Af hverju er hjátrú um töluna 13?
Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskju...
Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...
Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?
Í flestum tilfellum geta grænmetisætur uppfyllt næringarþörf sína. Þeir sem ástunda slíkt mataræði þurfa þó að kynna sér vel hverjir annmarkar grænmetisfæðisins eru með tilliti til þarfa líkamans. Því takmarkaðra sem fæðuval þeirra er, þeim mun betur þurfa þeir að vera að sér um næringarinnihald matvæla. Grænme...
Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?
Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...
Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?
Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Af hverju?
Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...
Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?
Hugtakið Viktoríutímabil er notað um þann tíma í breskri sögu þegar Viktoría drottning réði ríkjum, frá 1837 til 1901. Viktoría eða Alexandra Viktoría fæddist þann 24. maí 1819, dóttir Játvarðar Ágústs hertoga af Kent og konu hans Viktoríu prinsessu af Saxe-Coburg-Saalfeld. Árið 1837, þegar Viktoría var 18 ára ...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Hver fann upp fiðluna?
Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...
Hver er vestasti oddi Evrópu?
Samkvæmt algengum Evrópukortum mundu Bjargtangar í Látrabjargi vera vestasti oddi Evrópu. Þessi kort segja þó ekki alla söguna því að Asóreyjar eru vestar en Ísland og teljast ótvírætt til Evrópu. Eðlilegast virðist að telja vestasta odda eyjarinnar Flores í Asóreyjum jafnframt vestasta odda Evrópu. *** Þess...