Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 229 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?

Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?

Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru veirur til?

Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta vísindamenn búið til veirur?

Já, vísindamenn geta „búið til“ veirur en þá þarf að hafa í huga hvað felst í orðalaginu „að búa til.“ Vísindamenn fara ekki inn á tilraunastofu með sín tæki, tól og efni og koma síðan út með áður óþekktar veiruagnir, heldur geta þeir breytt þekktum veirum með erfðatæknilegum aðferðum og meðal annars nýtt þær til ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er erfðafræði?

Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að smitast af krabbameini?

Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er og hvaða merkingu það hefur að hafa erfðaefni frá neanderdalsmönnum í sér? Homo sapiens er komin af stórri fjölskyldu manntegunda sem skildust frá sameiginlegum forföður okkar og simpansa fyrir fjórum til fimm milljón...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á blóði froska og manna?

Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð. Helsti munurinn á blóði froskdýr...

category-iconFélagsvísindi

Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?

Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum). Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-93...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?

Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þeg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru ekki til stærri einfrumungar en strútsegg?

Frumur má kalla minnstu starfseiningar lífsins. Allar hafa þær DNA fyrir erfðaefni og efnakerfi til þess að búa til prótín en bæði DNA-smíð og prótínsmíð krefjast þátttöku fjölmargra prótína. Til viðbótar er þörf fyrir fjölda prótína til þess að hvata ýmis efnahvörf sem ómissandi eru fyrir allar frumur. Minnst...

category-iconLífvísindi: almennt

Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar. Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Ha...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rekja skyldleika allra núlifandi manna til einnar formóður?

Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt...

Fleiri niðurstöður