Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2173 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?

Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?

Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...

category-iconÞjóðfræði

Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?

Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr. Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007). Ekki er með fullu ljóst hvernig daga...

category-iconHugvísindi

Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?

Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?

Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað finnst almenningi um sóttvarnaraðgerðir?

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif út um allan heim og þrátt fyrir að við séum öll að berjast við sömu veiruna hafa viðbrögð stjórnvalda verið ólík. Hér á Íslandi hafa aðgerðirnar verið vægar í samanburði við önnur lönd, eins og til dæmis Danmörku og Bretland þar sem útgöngubann var sett á íbúa. Eftir kórónuv...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Leonhard Euler og framlag hans til stærðfræðinnar?

Leonhard Euler (1707-1783) var afkastamesti stærðfræðingur sögunnar. Að jafnaði námu rannsóknir hans yfir 800 blaðsíðum á ári og útgefin verk hans urðu alls 866. Nýlega hefur þessum verkum verið safnað saman á vefsetrið Euler Archive, þar sem hægt er að skoða þau í upphaflegu formi. Euler stuðlaði að framþróun á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða orð eru til um jurtina hundasúru?Eggert Ólafsson taldi hundasúru sömu jurt og kornsúru og í grein í Almanaki Þjóðvinafélagsins frá 1883 er latneska heitið Polygonum lapathifolium en sú jurt heitir á íslensku blöðkujurt. Í Eimreiðinni frá 1915 er talað um „undasúru, er sumi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknaskyni?

Á síðastliðnu vori kynnti Hafrannsóknastofnunin tveggja ára áætlun um veiðar þriggja hvalategunda í rannsóknaskyni. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rannsóknaveiðarnar stæðu í tvö ár og hvort ár yrðu veiddar 100 hrefnur á tímabilinu maí-september. Auk þess var gert ráð fyrir veiðum á 100 langreyðum og 50...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er búið að finna tíundu reikistjörnuna?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu, og Sedna fellur ekki undir hana. Þann 15. mars 2004 tilkynntu þrír stjörnufræðingar við Caltech- og...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?

Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn h...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?

Upprunalega hljóðaði spurningin svo:Getið þið sagt mér allt um rafmagnsstólinn? Hvað er hann notaður í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Af hverju deyr fólk í honum og hvað tekur það langan tíma? Um 1880 kom fram ný tegund útiljósa í Bandaríkjunum. Á bilinu 3000-6000 volt þurfti til að knýja ljósin. Vegna þess hve h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?

Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...

Fleiri niðurstöður