Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 175 svör fundust
Er hægt að fæðast án lithimnu?
Lithimnan er vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið (ljósop augans) og liggur framan við augasteininn. Við tökum yfirleitt vel eftir henni þar sem hún gefur augunum lit sinn. Lithimnan hefur samt annað og mikilvægara hlutverk því samdráttur í vöðvum lithimnunnar ræður stærð sjáaldursins; í skæru ljósi draga...
Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar börn fæðast hafa þau 300 bein í líkamanum en fullorðnir hafa 206 bein. Hvernig stendur á þessu? Hvað verður um hin beinin? Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokk...
Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Þegar stúlkur byrja á blæðingum, hversu óreglulegar eru þær? Hvenær hætta brjóst að stækka? Hvernig stækka brjóstin? Á kynþroskaskeiðinu verða ýmsar breytingar á líkamanum vegna áhrifa kynhormóna,...
Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...
Hver er réttur barna til einkalífs, mega foreldrar til dæmis leita í herbergjum þeirra?
Í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og til...
Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?
Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...
Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?
Þorgerður Þorvaldsdóttir fjallar um goðsögnina um ljóskuna í fróðlegu svari við spurningunni Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? Þar kemur fram að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli háralitar og greindar. Hins vegar er goðsögnin um heimsku ljóskuna mjög lífseig. Flestir kunna einhverja ljóskubrand...
Hvernig æxlast fléttur?
Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (Cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn fjölgar sér oft með kynæxlun og myndar þá gró í svokölluðum öskum en langflestir fléttumyndandi sveppir tilheyra ætt asksveppa (Euascomycetidae). Spírandi sveppagróið verður að finna hentugan samb...
Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?
Erfðafræðileg rök mæla gegn því að prófa að setja kjarna úr tveimur sáðfrumum í tóma eggfrumu og búa til tvífeðra barn. Ástæðan er svonefnd foreldramörkun í erfðamengjum kynfruma okkar og fjölda annarra spendýra. Foreldramörkun (e. imprinting) nokkurra gena í erfðamengi okkar er mismunandi eftir því hvort við fáum...
Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?
Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...
Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...
Hvað er snefilspíra?
Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningarAð eiga ekki snefilspíru = vera skítblankurSnefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur...
Fæðast sniglar með skel?
Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...
Hvað er sorg?
Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...
Til hvers nota pokadýr pokann sinn?
Eitt helsta einkenni pokadýra er æxlunarkerfi þeirra. Margar pokadýrategundir bera nafn með rentu og kvendýrin bera unga sína í poka. Sum pokadýr eins og til dæmis lítil ránpokadýr eru þó ekki með eiginlega poka. Þessi pokalausu pokadýr hafa eingöngu húðfellingar hjá spenunum sem halda mætti að verji ungana illa f...