Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8730 svör fundust
Hvaða rannsóknir stundar Þórdís Ingadóttir?
Þórdís Ingadóttir er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þjóðaréttur og mannréttindi. Þórdís hefur meðal annars rannsakað náið innleiðingu alþjóðasamninga í íslenskan rétt, og þá helst á sviði mannréttinda og alþjóðlegs refsiréttar. Hún hefur einnig rannsakað alþjóðalög fyrir landsdóm...
Hvað getið þið sagt mér um tilraunir til að nota plast sem leiðara?
Plast er samsett úr mjög löngum sameindum sem nefnast fjölliður. Mörg efni í kringum okkur eru fjölliður, nægir að nefna plast í ýmsum myndum, nælon og ýmis efni notuð í fatnað, húsgögn og margt annað. Í flestum tilfellum eru þessi efni einangrarar; leiða ekki rafstraum. Hægt er að breyta rafeiginleikum þeirra með...
Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?
Samkvæmt upplýsingum á vef krabbameinsskrár greindust á 5 ára tímabili frá 2003-2007 að meðaltali 65 Íslendingar á ári hverju með krabbamein í munnholi, vör, vélinda eða maga. Aðal orsakavaldur þessara krabbameina er tóbaksnotkun, en ekki er gerður greinarmunur á hvort um er að ræða sígarettur eða munntóbak. Á síð...
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...
Hvað éta nautgripir mikið á dag?
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hversu mikið nautgripir éta. Hægt er að skipta áhrifaþáttum í þrennt, það sem snýr að gripnum sjálfum, fóðrinu og bóndanum. Gripurinn Stærð og holdafar nautgripa hefur áhrif á hversu mikið þeir éta. Ef miðað er við gripi af sömu stærð éta feitir gripir minna en...
Hvað eru til margar tegundir af hænum á Íslandi?
Það má segja að stofnforeldrar allra ræktunarhænsna í heiminum sé hið svokallaða bankívahænsni (Gallus gallus). Það má finna upprunlega í austanverðu Indlandi, í Búrma, Indókína og á Súmötru. Á Íslandi er livorno-kynið langalgengast en það er notað til eggjaframleiðslu. Livorno-kynið er einnig þekkt undir heiti...
Ég var í námi í Danmörku og útskrifaðist sem web-integrator frá Tækniskólanum í Álaborg. Er til eitthvert íslenskt orð fyrir web-integrator?
Svo virðist sem web-integrator hafi ekki fengið íslenskt heiti. Málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur heitið ekki í Orðabanka sínum yfir fræðiheiti á fjölmörgum sviðum. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands hefur ekki heldur tekið heitið fyrir á fundi en hún hefur séð um að íslenska...
Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...
Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?
DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...
Hvaðan er orðið kommóða komið?
Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...
Hvar finnst blæösp á Íslandi?
Blæösp (Populus tremula) finnst einkum í Mið- og Norður-Evrópu og Asíu. Íslenska blæöspin hefur fundist villt á sex stöðum á landinu. Erlendis getur blæöspin orðið 10-25 m há, en hefur hæst mælst 13 metrar hér á landi. Blæöspin hefur aðeins fundist villt á sex stöðum á Íslandi. Tveimur stöðum á Norðurlandi og fj...
Getur maður dáið úr fuglaflensu?
Hvað er fuglaflensa? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensa berist til Íslands? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún smitist manna á milli? Hver eru einkenni fuglaflensu? Hvernig smitast menn af fuglaflensu? Er til lækning við fuglaflensu? Er hætta á að fuglaflensan verði að...
Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?
Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fæ...
Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?
Í stuttu máli hefur útrunnið ökuskírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en viðkomandi þarf þó að greiða sekt fyrir að aka án gilds ökuskírteinis. Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og ger...
Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?
Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...