Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...
Hvað er gláka?
Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma ...
Eruð þið heimskir?
Þetta er kærkomin og mikilvæg spurning þó að henni sé ef til vill ekki auðsvarað á þann hátt að lesandinn trúi svarinu. Það fyrsta sem vekur athygli er að spyrjandi, sem er 12 ára, notar karlkyn. Hann spyr ekki "Eruð þið heimsk?" heldur "Eruð þið heimskir?" Sennilega hefur hann fundið á sér að konurnar sem vinna v...
Hvað er hundaæði?
Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...
Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?
Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...
Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni?
Einhverfa (e. autism) og Aspergerheilkenni (e. Asperger's syndrome) eru hvort tveggja þroskaraskanir sem teljast til einhverfurófsraskana. Slíkar raskanir lýsa sér meðal annars í truflunum á samskiptum og félagsþroska og eiga það sameiginlegt að þær eru taldar orsakast af frávikum í þroska taugakerfisins. Eink...
Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?
Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...
Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Telst eftirfarandi setning rétt samkvæmt íslenskri málfræði? Hvernig er hægt að orða þetta svo það falli að íslenskri málfræði? Setning: Fyrirtækið er með skrifstofur í 19 löndum, yfir 1000 starfsfólk í 19 löndum. Orðið fólk er í hópi svokallaðra safnheita, en með því er átt v...
Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Hvers vegna er sjórinn saltur?
Seltan í sjónum stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum. Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Reg...
Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum?
Allar útsendingar með útvarpsbylgjum byggja á notkun svokallaðra burðarbylgna, hvort sem um er að ræða hljóðvarp eða sjónvarp. Þá er einföld bylgja með útsendingartíðninni mótuð með merkinu sem senda á út og samsvarar annaðhvort hljóði eða mynd eftir atvikum. Útvarps- og sjónvarpsstöðvum er úhlutað ákve...
Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?
Það er ekki rétt skilið hjá spyrjanda að örbylgjuofnar hiti fæðu með ögnum heldur fer hitunin fram með bylgjum, eins og kemur fram í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur og Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? . Vatnið í matnum hitnar af ...
Er hægt að búa til geislasverð?
Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd. Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dr...