Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6984 svör fundust
Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?
Orðatiltækið sjaldan hef ég flotinu neitað er sótt í gamla þjóðtrú um hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa. Ef maður situr á krossgötum á jólanótt þyrpast álfar að honum, bera að honum gull og gersemar en hann má ekkert þiggja eða segja. Orðatiltækið „sjaldan hef ég flotinu neitað“ er sótt í gamla þjóðtrú ...
Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?
Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010). Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011...
Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?
Þar sem oft er kalt í veðri þegar fólk sér norðurljósin, telja margir að þarna sé eitthvað orsakasamband á milli, en svo er ekki. Grunnskilyrði fyrir því að sjá norðurljósin eru annars vegar að það sé nægilegt dimmt og hins vegar að himinninn sé nægilega heiður, það er að ský byrgi ekki sýn. Á Íslandi er fyrra ...
Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?
ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar. Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grun...
Hver er ber að baki og á hann bróður?
Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hví...
Er suðusúkkulaði fitandi?
Mörgum þykir súkkulaði ómótstæðilegt og vita fátt betra en gæða sér á mola. Súkkulaði hefur líka ýmislegt sér til ágætis annað en gott bragð. Í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? kemur meðal annars fram að dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesí...
Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?
Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?
Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...
Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn. Þverstæðan er þessi: Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.Þá hlýtur hann að geta lyft...
Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?
Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...
Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum?
Breski afbrotafræðingurinn Roger Hood er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á dauðarefsingum í alþjóðlegu ljósi. Samkvæmt nýlegri bók hans The Death Penalty: A World-Wide Perspective heimila alls um 90 ríki dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar nefnir hann 30 ríki sem heimila da...
Fæðast sniglar með skel?
Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...
Hvers konar hljóðfæri er þeremín?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...
Hvaðan er það komið að kalla stelpur 'fröken fix'?
Lýsingarorðið fix ‘fimur, laginn’ er tökuorð úr dönsku fiks ‘duglegur, flinkur, fljótur’ og þekkist í þessari merkingu frá því á 18. öld. Um miðja síðustu öld og lengur var gjarnan talað um að flík, til dæmis kjóll eða blússa, væri fix og að einhver, langoftast kona væri fix eða fix í sér: ,,Hún er alltaf svo fix,...
Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?
Kvef er veirusjúkdómur sem berst á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef. Vitað er um meira en 200 veirur sem geta valdið kvefi. Ekki hafa enn komið fram lyf sem geta læknað kvef og ekki er fyr...