Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1685 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...

category-iconMannfræði

Hverjir voru krómagnon-menn?

Hugtakið krómagnonmenn á rætur sínar að rekja til fornleifafundar í Cro-Magnon hellisskútanum við bæinn Les Eyzies í Dordogne-héraði í suðvesturhluta Frakklands árið 1868. Verkamenn sem unnu við lagningu járnbrautar komu niður á mannabein og að lokinni rannsókn á staðnum höfðu bein úr fimm til átta einstaklingum v...

category-iconJarðvísindi

Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?

Storkuberg er flokkað annars vegar eftir efnasamsetningu og hins vegar kornastærð, það er hraða kristöllunar. Þannig er efnasamsetning basaltglers (til dæmis í móbergi), basalts (blágrýtis), grágrýtis og gabbrós hin sama, en kornastærðin ólík eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er mun...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er einkirningasótt?

Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum...

category-iconLæknisfræði

Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?

Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru góð og slæm kolvetni og af hverju eru sum kolvetni betri en önnur?

Kolvetni eru mikilvægur orkugjafi hjá allflestum. Lýðheilsustöð mælir með því að við fáum 60% af heildarorkunni í formi kolvetna. Kolvetni eru þó ekki öll eins. Sum kolvetni hækka blóðsykurinn hratt og mikið. Í kjölfarið getur blóðsykur lækkað snögglega og jafnvel farið niður fyrir eðlileg gildi. Þessi kolvetni ...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?

Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?

Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?

Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...

category-iconStærðfræði

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?

Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?

Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað?

Guðfinna Aðalgeirsdóttir er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hún rannsakar jökla, afkomu þeirra, hvernig þeir flæða undan eigin þunga yfir landslagið og móta það, og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð. Vegna loftslags- og jöklabreytinga breytist hraði landuppl...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring...

category-iconLæknisfræði

Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...

Fleiri niðurstöður