Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1057 svör fundust
Af hverju verður sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki ef álið er á föstu formi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður bara sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki þegar álið er komið í fast form? Ál er frumefni númer 13 í lotukerfinu. Ál er mjúkur málmur, bræðslumark þess er 660°C og suðumarkið er 2.470°C. Til samanburðar er suðumark vatns einung...
Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...
Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?
Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann...
Hver er á merki Háskóla Íslands?
Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans...
Hver var John Dewey?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?
Svitamyndun er aðferð líkamans til að kæla sig. Þess vegna svitnum við meira í heitu veðri en köldu. Einnig svitnum við meira ef við erum undir andlegu eða tilfinningalegu álagi. Aðrar orsakir fyrir svita eru lágur blóðsykur, kryddaður matur, áfengi, ýmis lyf, koffín, líkamleg áreynsla, tíðahvörf hjá konum, krabba...
Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?
Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Gosinu fylgir öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur reynst verulega skaðlegt. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld k...
Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?
Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...
Getið þið útskýrt hvernig gosmökkur í eldgosum hegðar sér?
Gosmökkur er blanda gjósku, vatnsgufu, annarra kvikugasa og lofts. Í sinni einföldustu mynd er hann þrískiptur. Neðsta hluta hans mætti kalla gasspyrnuhluta, miðhlutann uppdrifshluta og efsta hlutann kúf. Þessi skipting skýrist af því hvaða kraftar knýja einstaka hluta makkarins.[1] Kvikuhólf, eldfjall og gosm...
Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?
Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...
Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?
Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Örn Stefánsson rannsakað?
Sigurður Örn Stefánsson er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sigurður fæst við rannsóknir á svokölluðum slembinetum sem koma víða við sögu í líkanagerð en eru sömuleiðis áhugaverð frá hreinu stærðfræðisjónarhorni. Dæmi um hagnýtt verkefni þar sem notast er við slembinet eru rannsóknir á útbreiðslu sjú...
Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?
Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?
Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar h...