Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2644 svör fundust
Hvað var Austurlandahraðlestin?
Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...
Um hvað er Íslendingabók Ara fróða?
Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Græn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmann...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað?
Magnús Kjartan Gíslason er lektor við Tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir á sviði lífaflfræði (e. biomechanics) þar sem kraftar og álag á vefi og liði líkamans eru reiknaðir og mældir. Meðal verkefna sem Magnús hefur verið að fást við er greining á þéttleika be...
Hvaða rannsóknir hefur Sigurður Gylfi Magnússon stundað?
Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann kom til starfa við Háskóla Íslands sem fastráðinn starfsmaður árið 2014 eftir að hafa verið sjálfstætt starfandi fræðimaður frá því hann gekk frá prófborði árið 1993 í Bandaríkjunum til ársins 2010. Á því á...
Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?
Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs. Hanna hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á gagnrýnin sjónar...
Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?
Stutta svarið er einfaldlega já. Í lögum sem sett voru árið 2006 er lagt bann við framlögum yfir 550 þúsund krónum á ári. Árið 2005 réðst Alþingi í endurskoðun á fjármögnun stjórnmálaflokka. Fram að þeim tíma hafði fjármögnun þeirra að mestu leyti verið þannig að lögaðilar styrktu flokkana og fengu síðan skatta...
Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?
Sjónvarpstæki með flatskjá var upp úr aldamótum spennandi tækninýjung sem fljótlega varð að hversdagslegum hlut á heimilum flestra landsmanna. Nú á dögum er gengið að því sem gefnu að sjónvörp séu flöt, en þegar verið er að bera saman gömul tæki og ný þarf hins vegar stundum að grípa til orðsins túbusjónvarp. Ísle...
Má skjóta hrafna?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári? Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann...
Hvað er stöðurafmagn?
Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...
Er mjólk holl?
Hér er einnig svarað spurningu Baldvins Kára Sveinbjörnssonar:Er mjólk, eins og hún er unnin í dag, í raun jafnholl og af er látið?Þegar litið er til innihalds mjólkur af næringarefnum er ekki hægt að segja annað en að mjólk sé bráðholl. Í raun er mjólk næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á, ef frá er...
Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...
Hvað er monsún og hvernig myndast hann?
Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...
Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...
Hvernig má skilgreina nörd?
Enska orðið nerd hefur náð fótfestu í tungunni, fyrst sem ómenguð sletta, nörd en um nokkurt skeið hefur einnig borið á frekari aðlögun orðsins að tungunni og bæði nörður og njörður heyrast notuð í þess stað. Merkingin er upphaflega og yfirleitt niðrandi. Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhver...