Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1353 svör fundust
Fyrir hvað stendur JRR í nafni Tolkiens?
Tolkien hét fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien en af þessum nöfnum var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafn hans er þýskættað en föðurfjölskylda hans mun hafa flutt frá Saxlandi (Sachsen) til Englands á 18. öld. Sjálfur ...
Eru margir menn heiðnir?
Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...
Gæti ég fengið að vita allt um fálka?
Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi. Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýn...
Hvað getið þið sagt mér um brandháf?
BrandháfurBrandháfurinn (Hexanchus griseus) er líklega næstalgengasti háfiskurinn, næst á eftir hvíthákarlinum (Carcharodon carcharias). Eins og sjá má á mynd 2 þá finnst hann víða. Kortið sýnir að útbreiðsla hans sé allt í kringum Ísland en það er að öllum líkindum rangt því hann hefur einungis komið í veiðarfæri...
Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?
Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepa...
Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?
Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...
Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...
Hver var Tycho Brahe?
Tycho (Tyge) Brahe fæddist þann 14. desember árið 1546 í Knudsrup á Skáni sem þá tilheyrði Danaveldi. Hann var af gamalli og valdamikilli danskri ætt. Eftir háskólanám í Kaupmannahöfn og Leipzig fór hann ótroðnar slóðir í óþökk ættingja sinna og lærði stjörnufræði í mörgum helstu fræðisetrum Mið-Evrópu. Hann kom h...
Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?
Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...
Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?
Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...
Hvað eru sakamál?
Hinn 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um sakamál nr. 88/2008, og koma þau í stað laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Segir í 1. mgr. 1. gr. nýju laganna:Þau mál öll, sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu sæta meðferð eftir ákvæðum laga þessara nema öðruvísi sé fyrir mælt í lög...
Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?
Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...
Hvernig fæðir fólk börn?
Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr. Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæ...
Hver er munurinn á argoni og neoni?
Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginlei...
Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...