Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4761 svör fundust
Getur vatn verið þurrt?
Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...
Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?
Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...
Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?
Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...
Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...
Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?
Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...
Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?
Einstaklingar sem búsettir eru í ríkjum EFTA eða ESB og svonefndir lögaðilar sem stofnaðir eru samkvæmt lögum þessara ríkja, og hafa aðalstöðvar eða heimilsfesti í einhverju þessara ríkja, mega fara með eignarrétt á fasteignum hér á landi á grundvelli reglna EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Undanþegn...
Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt?
Mænusótt (e. polio) er einnig kölluð lömunarveiki eða mænuveiki og er smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar. Smit berst oftast manna á milli með saurgerlum sem komast í snertingu við munn og meltingarveg, til dæmis gegnum mengað vatn. Einkenni eru í sumum tilfellum væg og um 90% þeirra sem smitast eru einkennalaus...
Hvenær voru jarðskjálftamælar fundnir upp og hvenær komu þeir fyrst til Íslands?
Fyrstu raunverulegu jarðskjálftamælarnir komu til sögunnar undir lok nítjándu aldar og ollu þeir byltingu í túlkun manna og mati á jarðskjálftahreyfingum. Luigi Palmieri (1807-1896) var ítalskur veðurfræðingur og eðlisfræðingur, en upphaflega menntaður sem arkitekt. Honum tókst að smíða nothæfan jarðskjálftamæl...
Hver fann upp straujárnið?
Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið ...
Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?
Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...
Getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Öll vitum við að líkamsrækt styrkir vöðva og örvar blóðflæði um líkamann, flutning súrefnis frá lungum til vöðva og koltvísýrings frá vöðvum að lungum. En getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum? Kjarni þess sem ég er hugsa, er að ég vildi gjarnan fá einfalt svar við því hv...
Hvað eru erfðaupplýsingar?
Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...
Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík?
Elfting (Equisetum arvense) er eitt erfiðasta illgresið sem garðeigendur þurfa að kljást við. Elftingin fjölgar sér og dreifist út með jarðrenglum þannig að renglurnar lifa í jarðveginum og fjölga sér áfram þó að reynt sé að reyta hana upp. Kerfisvirk illgresislyf, það er að segja efni sem plöntur taka upp gegnum ...
Er hægt að hita efni endalaust eða eru einhver efri mörk hitastigs, eins og gildir um kulda?
Það eru ekki til nein efri mörk fyrir hitastig, en hafa verður í huga að það kostar orku að hita efni og eins getur verið erfitt að halda varmaorkunni í einhverju kerfi án þess að hún leiti út úr kerfinu með geislun eða leiðni. Allt efni sem hitað er mjög mikið tekur hamskiptum, einum eða fleirum. Þannig breyti...
Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?
Liðurinn milli upphandleggs- og framhandleggsbeins handarbaksmegin hét í fornu máli ölnbogi. Nafnið er leitt af heiti framhandleggsbeinsins sem kallast öln og sett saman úr öln og bogi. Til eru hliðarmyndir af ölnbogi eins og olnbogi, olbogi og albogi. Þær eru allar gamlar í málinu en olbogi er nú einkum notað...