Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3223 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...
Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn?
Eyrnatappar eiga ekki að hafa skaðleg áhrif á heyrn séu þeir rétt notaðir. Eyrað skiptist í ytra eyra, miðeyra og innra eyra. Til ytra eyrans teljast eyrnablaðkan (e. pinna) og eyrnasnepillinn, sem í daglegu tali er átt við þegar að talað er um eyra, auk hlustarinnar eða eyrnaganga (e. ear canal) sem enda við ...
Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta s...
Hvernig myndast fjallseggjar?
Elsta berg á Íslandi er um 16 milljón ára, og þar til ísöld hófst fyrir um 3 milljónum ára má segja að uppbyggingaröflin hafi verið ráðandi. Víðáttumikil blágrýtishraun dreifðust frá gossprungum rekbeltanna yfir fremur flatt og hallalítið land sem litið hefur út líkt og risavaxinn skjöldur, hæstur um miðbik landsi...
Af hverju er tvíundakerfið bara 1 og 0?
Tvíundakerfið (e. binary code) er talnakerfi sem byggir einungis á tölunum 0 og 1. Til samanburðar samanstendur tugakerfið af tug talna, 0-9. Tölvur eru byggðar upp á tvíundakerfi en ástæðan fyrir því að það kerfi er notað fremur en tugakerfið er tæknileg. Mjög auðvelt er að greina á milli hvort straumur sé í ...
Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?
COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019. Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru rit...
Er hægt að hugsa til enda að eitthvað sé endalaust?
Við skulum ganga að því sem vísu að eitthvað geti verið endalaust. Sem dæmi má nefna náttúrulegu tölurnar, það er að segja rununa:1, 2, 3, ...Að vísu getum við ekki skrifað þessa runu niður, vegna þess að við getum ekki skrifað niður nema endanlega mörg tákn, en það breytir því ekki að runan er til. Annað dæmi um ...
Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?
Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn h...
Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?
Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...
Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?
Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...
Af hverju er Ísland í NATO?
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...
Er hlutfall gastegunda í andrúmsloftinu alls staðar það sama?
Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Við sjávarmál og við eina loftþyngd og 15°C eru hlutföll þessara gastegunda í andrúmsloftinu þau sömu um allan heim (sjá töflu). Tafla sem sýnir samsetningu lofthjúpsins (án vatnsgufu) við sjávarmál, við eina loftþyngd og 15°C ásamt bræðslumarki og suðumarki ...
Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?
Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...
Hvað eru arabískar tölur og hvernig urðu þær til?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvað getið þið sagt mér um arabískar tölur, það er hver er saga þeirra á heimaslóðum? Hvernig urðu þær til upphaflega? Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hin...
Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?
Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...