Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1739 svör fundust
Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi? Eru þeir leifar af stóra jökulskildinum sem náði yfir allt landið? Talið er að fyrir sex þúsund árum hafi nær allir jöklar frá síðasta kuldaskeiði verið horfnir af Íslandi. Í meira en þúsund ár hafði verið 2-3 °C hlýrr...
Hvað er að hafa tögl og hagldir?
Upprunalega spurningin frá Ragnari hljóðaði svona:Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr? Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar v...
Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí?
Ég hef sjálf lent í því að rugla saman orðunum apótek og bakarí, og óformleg leit á Google virðist staðfesta að ruglingurinn er nokkuð algengur. Ég er viss um að rannsóknir hafa aldrei farið fram á þessu máli svo eftirfarandi svar er frekar vangavelta en algildur sannleikur. Mannshugurinn virðist þannig gerður ...
Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun
Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun þann 28.9.2024. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tók við viðurkenningunni úr hendi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt ritstjóra vefsins, Jóni Gunnari Þorsteinssyni. Upphafsmaður...
Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...
Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?
Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...
Hvað eru til margar torræðar tölur?
Áður en við svörum þessari spurningu er ágætt að koma á hreint hvað torræðar tölur eru og hverjir eru helstu eiginleikar þeirra. Torræð tala er tvinntala sem er ekki algebruleg tala. Þar sem algebrulegar tölur eru sennilega ekki mjög þekkt fyrirbæri nema meðal stærðfræðinga er þetta heldur gagnslaus skilgreinin...
Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar?
Þegar fjallað er um hvít litaform í dýraríkinu þá er nauðsynlegt að fjalla um eðli slíkra forma. Hvítingjar hjá fjölda tegunda eru vel þekktir. Meðal annars er þetta þekkt hjá hrossum (Equus caballus), hröfnungum (Corvidae), kattardýrum (Felidae), hundum (Canis familiaris) og nautgripum (Bos sppl.). Orsökin fyr...
Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?
Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...
Hver er lengsta á Norður-Ameríku?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er lengsta á Norður Ameríku? Reyndi að gúggla þetta en fékk mjög mismunandi svör. Er eitthvert óumdeilt svar við þessari spurningu? Ekki er eins einfalt að mæla nákvæma lengd vatnsfalla og það kann að virðast í fyrstu. Þar skiptir máli hvar upptök vatnsfallsins eru skilgre...
Hvaða lönd teljast til Evrópu?
Þessu er ekki eins auðvelt að svara og ætla mætti, jafnvel þótt við reynum ekki að gera það í eitt skipti fyrir öll. Bæði myndast ný ríki öðru hverju og eins kemur fyrir að ríki sameinast. Auk þess eru sum ríki á gráu svæði við jaðar Evrópu eða þá að landsvæði þeirra telst til tveggja heimsálfa, ýmist þannig að hö...
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Er það satt að maður stækki mest á meðan maður sefur?
Hvort sem maður stækkar mest á meðan maður sefur eða ekki þá er svefn mjög mikilvægur fyrir vöxt. Þá fer fram nýmyndun efna sem er forsenda vaxtar og viðhalds. Komið hefur í ljós að stuttu eftir að maður sofnar nær magn vaxtarhormóns í blóði hámarki. Ein nótt án svefns veldur ekki vaxtarstöðvun en ef við fáum alme...
Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. ...
Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri?
Greiðslur Tryggingastofnunar á ellilífeyri eru skattlagðar eins og hverjar aðrar launatekjur. Vegna þess hve lágur ellilífeyrir er, lægri en skattleysismörk, þarf þó ekki að greiða skatt af ellilífeyri nema viðkomandi sé jafnframt með aðrar tekjur þannig að samanlagt séu tekjurnar hærri en skattleysismörk. Þetta e...