Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út?
EBITDA er ensk skammstöfun og stendur fyrir Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Með EBITDA er því átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. Á íslensku er algengt að þýða bæði depreciation og amortization sem afskrift...
Hvað er átt við þegar sagt er "þú ert kýrfættur"?
Orðið kýrfættur merkir ‘útskeifur’ og virðist upphaflega fyrst og fremst hafa verið notað um hesta. Hestur er sagður kýrfættur ef styttra er á milli hækilbeinanna en hófanna. Gangurinn minnir þá dálítið á kú. Orðið virðist eitthvað hafa verið notað um fólk og þá um þá sem eru útskeifir, ganga þannig að tærnar vísa...
Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?
Í sumar (2008) hefur yfirborð Rauðavatns verið óvenju áberandi rauðleitt á litinn og vakið forvitni margra. Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblóm...
Ég veit hvað ófreskja er, en hvað er þá freskja?
Orðið ófreskja merkir í nútímamáli ‛skrímsli, óvættur’ en hafði í fornu máli einnig merkinguna ‛skyggnigáfa’. Nafnorðið ófreski merkir ‛skyggni, skyggnigáfa‛ og lýsingarorðið ófreskur ‛skyggn, sá sem sér það sem öðrum er hulið’. Lýsingarorðið freskur merkir þá ‛óskyggn’. Ekki...
Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?
Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...
Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?
Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...
Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?
Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...
Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?
Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...
Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?
Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...
Hvers konar flík er mussa og hvaðan er orðið komið?
Orðið mussa merkir annars vegar ‛tvíhneppt ytri flík karlmanns’ en hins vegar ‛heil víð (bómullar)skyrta’. Í elsta máli var um að ræða einhvers konar skyrtu sem höfð var undir brynju eða pansara. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeir...
Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?
Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...
Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?
Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...
Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?
Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...
Hvað er afjónað vatn og til hvers er það notað?
Kranavatn er mishreint í heiminum. Íslenska kranavatnið þykir hreint þrátt fyrir að innihalda fjölmörg steinefni (e. minerals), það er uppleyst jónaefni. Vegna þessara aukaefna er kranavatn sjaldan notað í tilraunir eða við mælingar á rannsóknarstofum enda geta óæskileg efni í vatninu haft áhrif á niðurstöður mæli...