Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1366 svör fundust
Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?
Í samræðunni Menon er rædd kenning sem er nátengd hugmyndum um ódauðleika og endurfæðingu sálarinnar, en það er upprifjunarkenningin svonefnda. Þeir Sókrates og Menon hafa verið að ræða um dygðina en Menon spyr Sókrates hvernig þeir geti búist við að leit þeirra að skilgreiningu muni bera árangur. Ef þeir þekkja e...
Um hvaða lönd liggur miðbaugur?
Miðbaugur jarðar (e. equator) liggur um 11-14 lönd eða þjóðríki en nákvæm tala fer eftir því hvernig spurningin er skilgreind nánar. Miðbaugur liggur í gegnum landsvæði ellefu sjálfstæðra ríkja en auk þess liggur hann á milli eyja í eyjaklösum ríkjanna Maldíveyja og Kiribati. Einnig liggur hann um litla óbyggða ey...
Af hverju verður ofurmáni?
Næsta laugardag verður fullt tungl. Á sama tíma er tunglið líka eins nálægt jörðinni og það kemst. Verður því hér um að ræða stærsta fulla tungl ársins 2011, um það bil 14% breiðara og rétt yfir 30% bjartara en önnur full tungl á árinu. Þetta laugardagskvöld mun tunglið sem sagt líta út fyrir að vera aðeins stærra...
Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni eða hvenær er orðið graðhestatónlist fyrst notað? Hvers konar tónlist er það og af hverju notuðu menn þetta heiti? Elsta dæmið um samsetta orðið graðhestatónlist virðist vera í grein um firmakeppni hesta í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Þar er orðið nota...
Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?
Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...
Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig? Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil löga...
Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?
Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...
Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Af hverju notum við grenitré fyrir jólatré?
Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víðar skreyttu menn til dæmis í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugs...
Á sá fund sem finnur?
"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...
Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...
Hver er saga krossgátunnar?
Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...
Hvað var Rauðsokkahreyfingin?
Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...
Hvaðan kom COVID-19-veiran?
Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...
Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?
Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...