Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1735 svör fundust
Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?
Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...
Á hverju nærast tré?
Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufb...
Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...
Er orðið ógnanir til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...
Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?
Spurningin í heild var: Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu. Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“. Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða...
Hvað er móhella?
Sennilega er orðið móhella ekki nákvæmlega skilgreint, en samkvæmt Þorleifi Einarssyni (bls. 190, Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Mál og menning, 1991) er móhella lagskiptur harðnaður foksandur sem myndast hefur snemma á nútíma, skömmu eftir ísaldarlok. Slíkar foksandsmyndanir kallast löss í útlöndum, en eru að ...
Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...
Er til íslenskt orð yfir "nonprofit organisation?"
Ekki virðist samkomulag um eitt orð yfir „nonprofit organisation“. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þýtt þetta með orðasambandinu „stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni“. Alþjóðasjóður villtra dýra (World Wildlife Fund, WWF) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Hún tilheyrir því þriðja...
Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag?
Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu...
Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?
Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?
Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...
Hvað er rafhleðsla?
Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...
Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?
Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...
Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?
Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu. Söguleg verðbólga skiptir almennt ekki máli nema að því marki sem hún mótar væntingar um verðbólgu í framtíð. Ýmsar aðrar væntingar skipta líka máli, sérstakl...