Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9161 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er víkingaöld?

Eins og fram kemur í svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? þá er víkingaöld tímabilið frá 793/800 til 1050/1066/1100 e.Kr. Í svari Orra segir enn fremur að víkingaöldin hafi í fyrstu einkennst af:ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyju...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru hindurvitni?

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa? Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ...

category-iconEfnafræði

Hvað eru efnatengi?

Efnatengi (e. chemical bond) nefnist samtenging tveggja atóma í sameind.Sameindir eru samsafn atóma (frumeinda) sem tengd eru saman með efnatengjum. Efnatengi milli atóma geta myndast ef orka samtengingarinnar er lægri en orka ótengdra atóma, það er ef samtengingin er orkustöðugra form en orka stakra atómanna.Þega...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er líffærakerfi?

Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu ...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru glitský?

Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er litblinda?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um litblindu. Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig erfist litblinda? Af hverju er sagt að litblinda sé ríkjandi eiginleiki hjá körlum en ekki konum? Er hægt að lækna litblindu? Er litblinda algeng? Hverjar eru líkurnar að einstaklingur fæðist litblindur á öðru ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru skriðdýr?

Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru samlegðaráhrif?

Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope. Við getum ti...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er langafasta?

Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er snertiskyn?

Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rafhleðsla?

Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru æðahnútar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til einhver ráð við æðahnútum?Er hægt að fá blóðtappa vegna æðahnúta? Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er Genfarsáttmálinn?

Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...

Fleiri niðurstöður