Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru glitský?

Halldór Björnsson

Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)
  • Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský? (Jóna Björk)

Glitský eru ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.



Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (svonefnt perlumóðurlag í perluskeljum), og eru þau því nefnd perlumóðurský (e. nacreous clouds) í ýmsum tungumálum.

Þau myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C) og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrata (til dæmis HNO3 3H2O). Þessi síðarnefndu ský geta valdið ósoneyðingu, en yfirborð ískristallanna getur verkað sem hvati í efnaferli þar sem klór í heiðhvolfinu breytist í skaðleg ósóneyðandi efni (til dæmis klórmónoxíð, ClO).

Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið, en mismikið eftir bylgjulengd þess. Þannig beygir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kemur því til okkar undir öðru horni en það bláa, þannig að okkur sýnist það koma frá öðrum hluta glitskýsins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýsins er stundum eins og vísuorðin: gulur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Litirnir eru líka háðir stærðardreifingu agna í skýjunum, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland.



Myndirnar sem fylgja svarinu voru teknar föstudagsmorguninn 18. febrúar og eru birtar með góðfúslegu leyfi höfunda.

Tenglar:

Höfundur

Halldór Björnsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

21.2.2005

Spyrjandi

Sigurbjörg Hallgrímsdóttir
Kolbrún Sigþórsdóttir
Jóna Björk Jónsdóttir
Erla Vogler

Tilvísun

Halldór Björnsson. „Hvað eru glitský?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4763.

Halldór Björnsson. (2005, 21. febrúar). Hvað eru glitský? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4763

Halldór Björnsson. „Hvað eru glitský?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4763>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru glitský?
Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)
  • Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský? (Jóna Björk)

Glitský eru ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.



Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (svonefnt perlumóðurlag í perluskeljum), og eru þau því nefnd perlumóðurský (e. nacreous clouds) í ýmsum tungumálum.

Þau myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C) og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrata (til dæmis HNO3 3H2O). Þessi síðarnefndu ský geta valdið ósoneyðingu, en yfirborð ískristallanna getur verkað sem hvati í efnaferli þar sem klór í heiðhvolfinu breytist í skaðleg ósóneyðandi efni (til dæmis klórmónoxíð, ClO).

Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið, en mismikið eftir bylgjulengd þess. Þannig beygir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kemur því til okkar undir öðru horni en það bláa, þannig að okkur sýnist það koma frá öðrum hluta glitskýsins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýsins er stundum eins og vísuorðin: gulur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Litirnir eru líka háðir stærðardreifingu agna í skýjunum, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland.



Myndirnar sem fylgja svarinu voru teknar föstudagsmorguninn 18. febrúar og eru birtar með góðfúslegu leyfi höfunda.

Tenglar:

  • Mannfred Lemke við Kennaraháskóla Íslands hefur sett á vefinn athyglisvert myndband frá sama morgni. (Flestar Windows-tölvur ættu að ráða við að sýna myndbandið).

  • Upplýsingar og myndir um glitský má finna víða á veraldarvefnum, t.d. hér. ...