Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8571 svör fundust
Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?
Fræðimönnum ber ekki saman um hver hin eiginlega klámkynslóð sé, það er við hvaða aldur eigi að miða, en almennt er talið að hin svokallaða klámkynslóð sé ungt fólk sem elst upp við klám í umhverfi sínu. Klámið hafi síðan þau áhrif að ungmennin tileinki sér boðskap klámsins og þau viðhorf og lífsgildi sem í því sé...
Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?
Hér á landi er að finna nokkrar tegundir fífla, má þar nefna fjalldalafífil, hjartafífil, hóffífil, Íslandsfífil, Jakobsfífil, krossfífil, skarifífil og túnfífli (sjá www.floraislands.is). Túnfífill (Taraxacum officinale) er sá fífill sem ef til vill þekktastur og hefur lengi verið notaður í alþýðulækningum. Hi...
Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?
Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hr...
Er Askja enn virk eldstöð?
Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961. Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þórunn Rafnar rannsakað?
Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins. Krabbamein er gott dæmi um flokk sjúkdóma þar sem upplýsingar um erfðafræðilega áhættu geta nýst til að koma í veg f...
Er íslenski hesturinn smáhestur?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti? Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hrein...
Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?
Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...
Er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið barn síns tíma?
Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims sem nú telur um 450 milljónir íbúa í 28 ríkjum. Frá gildistöku hans árið 1994 hafa þó orðið miklar hræringar í evrópsku samstarfi og rekstrarumhverfi EES-samningsins er gjörbreytt frá því sem áður var. Mestu munar að Evróp...
Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?
Hvað er ofvirkni? Við fyrstu kynni af ofvirku barni er ekki víst að fólk taki eftir að eitthvað ami að. Barnið lítur eðlilega út og hagar sér jafnvel eins og önnur börn. Oft getur það tekið ókunnugt fólk töluverðan tíma að átta sig á því að barnið býr við mikla erfiðleika. Sum ofvirk börn eiga til dæmis erfitt ...
Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...
Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?
Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...
Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...
Í hvers konar skóm voru landnámsmenn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég undirrituð er að vinna grein um fótabúnað fólks frá upphafi frá því að fólk fór að hlífa fótum sínum með einhverjum vafningum eða öðru. Vitað er að líkamsleifar Ötzi voru með einskonar skó fóðraðar með grasi. Er eitthvað til um þróun fótabúnaðar frameftir öldum? Hverni...
Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?
Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...
Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?
Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gró...