Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7015 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna hafa fiskar engin augnlok?

Augnlokin á okkur viðhalda raka í augunum með því að dreifa táravökva um þau. Einnig verja þau augun fyrir ryki og ljósi. Fiskar hafa enga þörf til að bleyta augun í sér þar sem þeir lifa í vatni. Þess vegna hafa þeir engin augnlok en þær dýrategundir sem hafa numið land hafa smám saman þróað með sér augnlok. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?

Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur venjulegur tölvunotandi kælt örgjörva í -40°C?

Upphitun í örgjörvum (e. microprocessor) er vandamál sem vex með hverri kynslóð og fylgir auknum klukkuhraða þeirra. Hitni örgjörvi of mikið getur hann farið að hegða sér óeðlilega og jafnvel brætt úr sér. Sérstök vifta á móðurborði í nýlegum einkatölvum sér til þess að örgjörvinn haldist innan eðlilegra hitamarka...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til andþyngdarafl?

Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...

category-iconStærðfræði

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?

Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepa...

category-iconSálfræði

Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?

Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...

category-iconMannfræði

Hversu margar mannætur eru til í heiminum?

Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig fæðir fólk börn?

Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr. Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæ...

category-iconFöstudagssvar

Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?

Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið. Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til...

category-iconSálfræði

Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?

Antonio Damásio fæddist í Portúgal 1944 og starfar nú sem prófessor við taugavísindadeild Suður-Kaliforníuháskóla (University of Southern California) í Bandaríkjunum. Damásio rannsakar taugafræðilegan grunn tilfinninga, meðvitundar, ákvarðanatöku og tengslin þar á milli. Antonio Damásio.Damásio hefur lagt áher...

category-iconLæknisfræði

Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?

Hugtakið smit er meðal annars notað um það þegar sýklar berast frá einum einstaklingi til annars. Smitið getur borist með beinni snertingu, andrúmslofti eða hlutum. Þessa orðanotkun er vel hægt að heimfæra upp á geislavirkni sem getur hæglega borist manna á milli. Orðið geislavirkni vísar annars vegar til geisl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

Fleiri niðurstöður