Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 951 svör fundust
Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég hef velt fyrir mér orðinu fjörfiskur og uppruna þess í svolítinn tíma. Ég hef farið í margar bækur, orðabækur og aðrar bækur sem skilgreina uppruna íslenskra orða en hef enn ekki fundið neitt dæmi um fjörfisk. Ég er sjálf komin með kenningu, hún er sú að orðið fjörfiskur ...
Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?
Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins...
Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?
Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...
Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?
Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum sem kallast einu nafni geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum einasta degi skella milljónir steina á lofthjúpi jarðar. Þessir steinar eru þá nefndir loftsteinar (e. m...
Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?
Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...
Hvað er rafeldsneyti?
Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...
Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?
Sami spyrjandi spurði líka um þetta: Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því ...
Hver var Galíleó Galíleí?
Galíleó Galíleí var einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði og barðist fyrir skoðunum sínum á heimsmynd og aðferðum vísinda. Hann fæddist 15. febrúar 1564 í borginni Písa í Toskana-héraði þar sem nú er Mið-Ítalía. Faðir hans, Vincenzíó Galíleí var tónli...
Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?
Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...
Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram?
Tígrisdýr (Panthera tigris) eru stærstu núlifandi kattardýrin. Að minnsta kosti tvær deilitegundir þeirra eru stærri en afrísk ljón (Panthera leo). Tígrisdýr lifa eingöngu í Asíu en áður fyrr teygðu þau sig að mörkum Evrópu, þegar hið útdauða kaspía- eða turantígrisdýr (P. tigris virgata) ráfaði um Mið-Asíu og all...
Hver er saga Deildartunguhvers?
Rétt norðan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, handan Reykjadalsár, er Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver í Evrópu, og raunar stundum sagður vatnsmesti hver í heimi þótt erfitt geti verið að sannreyna slíkar fullyrðingar. Hverinn er ekki aðeins merkilegur í jarðfræðilegu tilliti heldur tengist hann sögu jar...
Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi. Þessi stefna náði brátt mikilli útbreiðslu meðal heiðinna lærdómsmanna í Rómaveldi á síðfornöld og var í rauninni einráð, því aðrir heimspekiskólar voru horfnir af sviðinu. Nýplatonisminn var því ríkjandi heimspek...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...