Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1790 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8. ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem bes...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?

Samkvæmt sögubókum var geimfarinn Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið 20. júlí árið 1969. Ekki eru þó allir sem leggja trúnað á að þessi mikilvægi atburður í sögu mannkyns hafi nokkurn tíma átt sér stað. Ein þekktasta samsæriskenning allra tíma er að menn hafi í raun aldrei farið til tungl...

category-iconBókmenntir og listir

Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?

Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?

Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir. Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?

Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934: ofan á allar góðgerðir...

category-iconHugvísindi

Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?

Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa allir broddgeltir brodda?

Nei, svo undarlega sem það kann að hljóma eru ekki allir broddgeltir með eiginlega brodda. Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae). Rottugeltir eru furðu líkir rottum og hafa ekki samskonar brodda á bakinu og hinir eiginl...

category-iconVísindafréttir

Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?

Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumer...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er allt gert úr frumum?

Svarið við þessu fer svolítið eftir því hvað átt er við með orðinu „allt“, hvort þar sé verið að vísa til allra lífvera eða hvort átt sé við ALLT í stærra samhengi. Í niðurlagi svars Halldórs Þormars við spurningunni Hver uppgötvaði frumuna? er minnst á frumukenninguna en samkvæmt henni er fruman frumeining all...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?

Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju erum við með tær?

Tærnar gegna mikilvægu hlutverki þegar við göngum eða hlaupum og einnig við að halda jafnvægi. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Til hvers þurfum við tær? segir til dæmis: Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar virka sem stökkbretti. Allar tærnar taka þátt í gang- og hlaupahreyfing...

category-iconJarðvísindi

Er eldgosið í Holuhrauni stórt miðað við eldgos úti í heimi?

Þegar þetta er ritað, í lok nóvember 2014, hefur eldgosið í Holuhrauni staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Kvikan sem hefur komið upp í Holuhrauni til þessa er nú vel yfir einn rúmkílómetri að magni. Þetta er því ef til vill stærsta gosið á Íslandi síðan Skaftáreldar geisuðu árið 1783. Það er áhugavert að skoða h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

Fleiri niðurstöður