Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9161 svör fundust
Hvað er mannfákur?
Mannfákur er goðsagnaskepna sem einnig er nefnd kentár. Kentárar eru menn að ofan en hestar að neðan eins og sést hér á myndinni. Grikkir til forna töldu þá búa í Norður-Grikklandi. Sumir kentáranna voru líka kennarar, eins og til dæmis Kíron sem átti að hafa kennt kappanum Akkilesi. Til er fræg saga af kentár...
Hvað er vetni?
Vetni er frumefni og hefur efnatáknið H. Sætistala þess í lotukerfinu er 1 og það er léttasta frumefnið. Þegar það binst súrefni myndar það vatn sem við táknum með H2O. Vetnisgas er táknað með H2 en þar eru tvær vetnisfrumeindir bundnar saman. Eingöngu 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunn...
Hvað er kol?
Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...
Hvað er strúktúralismi?
Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...
Hvað eru óseyrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi? Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið ...
Hvað er ebóluveiran?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni, útbreiðsla og möguleg lækning gegn Ebóluveirunni? Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi. Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru. Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Ko...
Hvað er eldgos?
Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar. Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún my...
Hvað er metafóra?
Metafóra er hljóðlíking gríska orðsins metaphora sem hefur verið íslenskað með hugtakinu myndhvörf. Gríska orðið merkir bókstaflega 'að bera yfir' eða 'yfirfærsla' og á sérstaklega við um það þegar merking orðs færist af einu sviði yfir á annað. Þegar við tölum um borðfætur beitum við myndhvörfum. Samkvæmt kla...
Hvað er sólarexem?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Af hverju fær fólk sólarexem?Er hægt að koma í veg fyrir sólarexem? Útbrotum sem við fáum af sólarljósi er oft skipt í tvo flokka, sólarofnæmi og sólarexem. Ekki er hægt að hafa ofnæmi fyrir sólarljósinu sem slíku en sólin getur haft þannig áhrif á sum efni (málma og f...
Hvað þýðir INRI?
Í Jóhannesar guðspjalli 19. kafla er fjallað um krossfestingu Jesú. Í 19. og 20. versi stendur:Pílatus hafði ritað yfirskrift og sett hana á krossinn. Þar stóð skrifað: Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga. Margir Gyðingar lásu þessa yfirskrift, því staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og þ...
Hvað er súrál?
Súrálsduft. Súrál er efnasamband áls og súrefnis sem jafnframt nefnist áloxíð. Efnaformúla þess er Al2O3 og vísar til þess að það samanstendur af álfrumeindum (Al) og súrefnisfrumeindum (O) í hlutföllunum tveir á móti þremur. Súrál er hvítt, púðurkennt efni og aðalhráefnið í lokaframleiðlu á áli í álverum líkt...
Hvað er stjörnuferill?
Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður. Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn...
Hvað var Sturlungaöld?
Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...
Hvað eru samsætur?
Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni...
Hvað er blóðtappi?
Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...