Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 804 svör fundust
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...
Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við Íslendingar með föðurnöfn en fólk á Norðurlöndum með ættarnöfn? Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þót...
Hvað voru skömmtunarárin?
Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949. Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárh...
Hver var Þorvaldur Thoroddsen og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?
Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og í raun landkönnuður Íslands, enda skoðaði hann landið allt að...
Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?
Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...
Hvar var Jómsborg?
Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...
Hvað er kristall og af hverju myndast hann?
Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...
Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?
Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...
Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...
Hvað er átt við þegar talað er um „eðli vísindalegra skýringa“?
Þegar talað er um eðli vísindalegra skýringa er átt við einkenni slíkra skýringa sem gera þær frábrugðnar annars konar skýringum, til dæmis hversdagslegum skýringum. En hvaða einkenni skyldu þetta vera? Lítum fyrst á skýringu á einhverju hversdagslegu fyrirbæri. Í bókinni Þannig hugsum við segir bandaríski hei...
Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's Syndrome) er kennt við lækninn John Langdon Haydon Down sem lýsti því árið 1866. Vitneskja um að litningabreyting ætti hlut að máli kom hins vegar ekki fram fyrr en árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn og hefur tíðni hans á Íslandi verið metin um það bil 1 á hver 9...
Hvað er klám?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsi...
Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir?
Táknið $e$ stendur fyrir tölu sem byrjar svona: $e = 2,71828182845904523536028...$Aukastafarunan heldur áfram án nokkurrar reglu á sama hátt og aukastafir tölunnar \(\pi\) (pí). Raunar eru tölurnar \(e\) og \(\pi\) oft flokkaðar saman og taldar til torræðra (e. transcendental) talna. Tölurnar \(e\) og \(\pi\) e...
Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?
Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum. ...