Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað voru skömmtunarárin?

Róbert F. Sigurðsson

Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949.

Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárhæðum í erlendum gjaldeyri, því hátt verð fékkst fyrir fiskafurðir auk þess sem verulegar tekjur fengust vegna umsvifa setuliðsins. Á sama tíma var erfitt að flytja inn vörur vegna stríðsins og fyrir vikið hlóðust gjaldeyrisinnistæður upp í erlendum bönkum. Þessi fjárhæð nam 580,6 milljónum króna um mitt sumar 1945. Þetta var mikið fé og samsvaraði næstum öllum tekjum ríkissjóðs á árunum 1945-1947.

Margir töldu skynsamlegt að nota gjaldeyrinn til að efla atvinnulíf landsmanna þegar friður kæmist á. Hin svokallaða nýsköpunarstjórn 1944-1946 átti einmitt að sinna þessu verkefni. Nýsköpunarstjórnin var skipuð fulltrúum Alþýðuflokks, Sósíalistaflokks og Sjálfstæðisflokks undir forystu Ólafs Thors formanns Sjálfstæðiflokksins. Velmegun heimsstyrjaldaráranna hafði dregið úr stéttamun og kommúnistar og kapítalistar höfðu tekið höndum saman í baráttunni við blóðveldi nasismans. Þetta og fleira gerði þessum ólíku flokkum kleift að mynda ríkisstjórn sem vildi efla hagsmuni atvinnurekenda og launþega með stórkostlegum skipakaupum, fjárfestingum í síldarverksmiðjum og fleiri ráðstöfunum.


Skopmynd úr Speglinum frá árinu 1948 sem sýnir hvernig innkaupagildi vefnaðarvöruseðla hefur rýrnað.

Nýsköpunarstjórnin ákvað að verja um helmingi gjaldeyrisforðans til fyrrnefndrar nýsköpunar atvinnulífsins. Tveir þriðju upphæðarinnar fór í að kaupa svokallaða nýsköpunartogara frá Bretlandi og báta frá Svíþjóð en afgangurinn í síldarverksmiðjur og landbúnaðartæki. Þetta var þarft framtak því atvinnutæki landsmanna voru úr sér gengin og tímabært að blása til nýrrar sóknar í atvinnulífinu. Eitt og annað varð þó til þess að fjárfestingarnar skiluðu ekki eins miklum gjaldeyristekjum og vænst var. Eftir stendur samt að efnahagsaðgerðir nýsköpunarstjórnarinnar mörkuðu djúp spor í stjórn- og efnahagsmálum landsins. Stjórnarsamstarfið sýndi mönnum að gerólíkir flokkar geta unnið vel saman þegar brýn og krefjandi verkefni blasa við. Eins má nefna að nýsköpunartogararnir áttu eftir að afla þjóðinni mikilla tekna þegar fram liðu stundir.

Nýsköpunarstjórnin sprakk í loft upp haustið 1946 vegna ágreinings um utanríkismál. Eftir langa stjórnarkreppu var samstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mynduð í febrúar 1947 undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar formanns Alþýðuflokksins. „Stefanía“ eins og þessi ríkisstjórn er oft kölluð þurfti að takast á við gríðarlegan efnahagsvanda. Nýsköpunarstjórnin hafði eytt mest öllum gjaldeyrinum og tekjurnar af fjárfestingunum í nýsköpuninni skiluðu sér hægar en vonir stóðu til. Eins voru aflabrögð lakari en á stríðsárunum sem jók enn frekar vanda ríkisstjórnarinnar við að láta gjaldeyristekjur mæta útgjöldum.

Í ágústlok 1947 var svo illa komið að bankarnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Til að spara gjaldeyri greip Stefanía til þess ráðs að skammta ýmsar innfluttar nauðsynjavörur undir forystu sérstaks skömmtunarstjóra. Eins og fyrr segir voru matvæli, föt og byggingarvörur skammtaðar á þessum haftaárum. Við þennan lista má bæta skófatnaði, kaffi, bensíni og hreinlætisvörum. Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar. Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar.

Skömmtunarseðlum var úthlutað en þeir dugðu ekki alltaf til því oft kom fyrir að fólk fékk einfaldlega ekki þær vörur sem það vantaði. Skömmtunarkerfið og vöruskorturinn olli þannig kurr meðal almennings sem hafði kynnst neysluævintýrum stríðsgróðans. Til samanburðar má geta þess að á árunum 1945-1947 nærri því tvöfaldaðist bílaeign Reykvíkinga og innflutningur á ávöxtum jókst til muna. Á sama tíma hófst verulegur innflutningur á heimilistækjum. Skömmtunarárin voru því mikil og þungbær umskipti fyrir almenning.

Á haftaárunum mátti ekki byggja bílskúra, stéttir og steyptar girðingar án leyfis hins svokallaða Fjárhagsráðs sem réði öllu um framkvæmdir í landinu. Sérstök nefnd var stofnuð til að ákveða hverjir fengju leyfi til að flytja eitthvað inn í landið. Þetta ástand virkaði því sem hemill á athafnafrelsi landsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart fór atvinnuleysi vaxandi árið 1948. Það lagaði reyndar nokkuð stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinnar að mikið veiddist af síld í Hvalfirði 1947-1948 auk þess sem bandarískir peningar tóku að berast til landsins í tengslum við Marshallaðstoðina. Þessi bættu ytri skilyrði komu samt ekki í veg fyrir það að Stefanía hrökklaðist frá völdum árið 1949 vegna ágreinings um efnahagsstjórn.

Hafa ber í huga að haftastefnunni var ekki einungis ætlað að spara gjaldeyri heldur líka að beina kaupum almennings að íslenskum vörum. Innflutningshöftin áttu þannig þátt í vexti íslensks neysluvöruiðnaðar. Vöruskorturinn stuðlaði líka að aukinni nýtni og útsjónarsemi húsmæðra en þær þurftu á hinn bóginn að bera hitann og þungann af margvíslegu erfiði og amstri sem honum fylgdi fyrir heimilin í landinu.

Haftastefnan hvarf ekki með Stefaníu en eftir 1950 dró úr innflutningshöftum og vöruskömmtun. Það bar samt á vöruskorti og biðröðum fram á 6. áratuginn. Í tíð viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1959-1971 var enn frekar dregið úr innflutningshöftum.

Helstu heimildir:
  • Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýðveldis. Reykjavík 1993, gefið út af höfundi.
  • Helgi Skúli Kjartansson: Ísland á 20. öld. Reykjavík 2002, Sögufélag.
  • Jakob F. Ásgeirsson. Þjóð í hafti. Reykjavík, 1988, Almenna bókafélagið.
  • Lýður Björnsson. Atvinnu- og hagsaga Íslands [án útgáfustaðar og árs], fjölrit gefið út af höfundi.
  • Sigrún Pálsdóttir: „Húsmæður og haftasamfélag“. Sagnir 12. árg. 1991, bls. 50-57.

Mynd:

Höfundur

sagnfræðingur

Útgáfudagur

23.11.2009

Spyrjandi

Valdís Hermannsdóttir

Tilvísun

Róbert F. Sigurðsson. „Hvað voru skömmtunarárin?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51086.

Róbert F. Sigurðsson. (2009, 23. nóvember). Hvað voru skömmtunarárin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51086

Róbert F. Sigurðsson. „Hvað voru skömmtunarárin?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51086>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað voru skömmtunarárin?
Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949.

Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárhæðum í erlendum gjaldeyri, því hátt verð fékkst fyrir fiskafurðir auk þess sem verulegar tekjur fengust vegna umsvifa setuliðsins. Á sama tíma var erfitt að flytja inn vörur vegna stríðsins og fyrir vikið hlóðust gjaldeyrisinnistæður upp í erlendum bönkum. Þessi fjárhæð nam 580,6 milljónum króna um mitt sumar 1945. Þetta var mikið fé og samsvaraði næstum öllum tekjum ríkissjóðs á árunum 1945-1947.

Margir töldu skynsamlegt að nota gjaldeyrinn til að efla atvinnulíf landsmanna þegar friður kæmist á. Hin svokallaða nýsköpunarstjórn 1944-1946 átti einmitt að sinna þessu verkefni. Nýsköpunarstjórnin var skipuð fulltrúum Alþýðuflokks, Sósíalistaflokks og Sjálfstæðisflokks undir forystu Ólafs Thors formanns Sjálfstæðiflokksins. Velmegun heimsstyrjaldaráranna hafði dregið úr stéttamun og kommúnistar og kapítalistar höfðu tekið höndum saman í baráttunni við blóðveldi nasismans. Þetta og fleira gerði þessum ólíku flokkum kleift að mynda ríkisstjórn sem vildi efla hagsmuni atvinnurekenda og launþega með stórkostlegum skipakaupum, fjárfestingum í síldarverksmiðjum og fleiri ráðstöfunum.


Skopmynd úr Speglinum frá árinu 1948 sem sýnir hvernig innkaupagildi vefnaðarvöruseðla hefur rýrnað.

Nýsköpunarstjórnin ákvað að verja um helmingi gjaldeyrisforðans til fyrrnefndrar nýsköpunar atvinnulífsins. Tveir þriðju upphæðarinnar fór í að kaupa svokallaða nýsköpunartogara frá Bretlandi og báta frá Svíþjóð en afgangurinn í síldarverksmiðjur og landbúnaðartæki. Þetta var þarft framtak því atvinnutæki landsmanna voru úr sér gengin og tímabært að blása til nýrrar sóknar í atvinnulífinu. Eitt og annað varð þó til þess að fjárfestingarnar skiluðu ekki eins miklum gjaldeyristekjum og vænst var. Eftir stendur samt að efnahagsaðgerðir nýsköpunarstjórnarinnar mörkuðu djúp spor í stjórn- og efnahagsmálum landsins. Stjórnarsamstarfið sýndi mönnum að gerólíkir flokkar geta unnið vel saman þegar brýn og krefjandi verkefni blasa við. Eins má nefna að nýsköpunartogararnir áttu eftir að afla þjóðinni mikilla tekna þegar fram liðu stundir.

Nýsköpunarstjórnin sprakk í loft upp haustið 1946 vegna ágreinings um utanríkismál. Eftir langa stjórnarkreppu var samstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mynduð í febrúar 1947 undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar formanns Alþýðuflokksins. „Stefanía“ eins og þessi ríkisstjórn er oft kölluð þurfti að takast á við gríðarlegan efnahagsvanda. Nýsköpunarstjórnin hafði eytt mest öllum gjaldeyrinum og tekjurnar af fjárfestingunum í nýsköpuninni skiluðu sér hægar en vonir stóðu til. Eins voru aflabrögð lakari en á stríðsárunum sem jók enn frekar vanda ríkisstjórnarinnar við að láta gjaldeyristekjur mæta útgjöldum.

Í ágústlok 1947 var svo illa komið að bankarnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Til að spara gjaldeyri greip Stefanía til þess ráðs að skammta ýmsar innfluttar nauðsynjavörur undir forystu sérstaks skömmtunarstjóra. Eins og fyrr segir voru matvæli, föt og byggingarvörur skammtaðar á þessum haftaárum. Við þennan lista má bæta skófatnaði, kaffi, bensíni og hreinlætisvörum. Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar. Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar.

Skömmtunarseðlum var úthlutað en þeir dugðu ekki alltaf til því oft kom fyrir að fólk fékk einfaldlega ekki þær vörur sem það vantaði. Skömmtunarkerfið og vöruskorturinn olli þannig kurr meðal almennings sem hafði kynnst neysluævintýrum stríðsgróðans. Til samanburðar má geta þess að á árunum 1945-1947 nærri því tvöfaldaðist bílaeign Reykvíkinga og innflutningur á ávöxtum jókst til muna. Á sama tíma hófst verulegur innflutningur á heimilistækjum. Skömmtunarárin voru því mikil og þungbær umskipti fyrir almenning.

Á haftaárunum mátti ekki byggja bílskúra, stéttir og steyptar girðingar án leyfis hins svokallaða Fjárhagsráðs sem réði öllu um framkvæmdir í landinu. Sérstök nefnd var stofnuð til að ákveða hverjir fengju leyfi til að flytja eitthvað inn í landið. Þetta ástand virkaði því sem hemill á athafnafrelsi landsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart fór atvinnuleysi vaxandi árið 1948. Það lagaði reyndar nokkuð stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinnar að mikið veiddist af síld í Hvalfirði 1947-1948 auk þess sem bandarískir peningar tóku að berast til landsins í tengslum við Marshallaðstoðina. Þessi bættu ytri skilyrði komu samt ekki í veg fyrir það að Stefanía hrökklaðist frá völdum árið 1949 vegna ágreinings um efnahagsstjórn.

Hafa ber í huga að haftastefnunni var ekki einungis ætlað að spara gjaldeyri heldur líka að beina kaupum almennings að íslenskum vörum. Innflutningshöftin áttu þannig þátt í vexti íslensks neysluvöruiðnaðar. Vöruskorturinn stuðlaði líka að aukinni nýtni og útsjónarsemi húsmæðra en þær þurftu á hinn bóginn að bera hitann og þungann af margvíslegu erfiði og amstri sem honum fylgdi fyrir heimilin í landinu.

Haftastefnan hvarf ekki með Stefaníu en eftir 1950 dró úr innflutningshöftum og vöruskömmtun. Það bar samt á vöruskorti og biðröðum fram á 6. áratuginn. Í tíð viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1959-1971 var enn frekar dregið úr innflutningshöftum.

Helstu heimildir:
  • Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýðveldis. Reykjavík 1993, gefið út af höfundi.
  • Helgi Skúli Kjartansson: Ísland á 20. öld. Reykjavík 2002, Sögufélag.
  • Jakob F. Ásgeirsson. Þjóð í hafti. Reykjavík, 1988, Almenna bókafélagið.
  • Lýður Björnsson. Atvinnu- og hagsaga Íslands [án útgáfustaðar og árs], fjölrit gefið út af höfundi.
  • Sigrún Pálsdóttir: „Húsmæður og haftasamfélag“. Sagnir 12. árg. 1991, bls. 50-57.

Mynd:...