Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 103 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?
Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði. Rannsóknir Jóns Atla hafa einku...
Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?
Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?
Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...
Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?
Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...
Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?
Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...
Hver var Vere Gordon Childe og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Vere Gordon Childe (1892-1957) var fæddur og uppalinn í Ástralíu og nam fornfræði í Sydney. Hann flutti til Oxford til að læra klassíska fornleifafræði um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin skall á. Á háskólaárunum fékk Childe áhuga á sósíalisma og þegar hann sneri aftur heim til Ástralíu árið 1917 varð hann fljó...
Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið?
Kynin þrjú í íslenskri málfræði kallast karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Þessi heiti gætu vakið þá hugmynd að karlkyn væri eingöngu notað um karla og aðrar karlkyns verur, kvenkyn um konur og aðrar kvenkyns verur og hvorugkyn um annað, það er dauða hluti og hugtök. Það á þó ekki við um íslensku nú á tímum og hefur e...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?
Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...
Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...
Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?
Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...
Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?
Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...
Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?
Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...
Fyrir hvað er Jacques Monod þekktur?
Jacques Lucien Monod var fæddur í París árið 1910. Hann ólst upp í Suður-Frakklandi og gekk í skóla í Cannes en síðar í París þar sem hann lauk lísensíatprófi í náttúruvísindum árið 1931. Á næstu árum vann hann að rannsóknum á frumdýrum bæði í Strasbourg og París, en þar fékk hann árið 1934 starf við Sorbonne-hásk...