Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið?

Guðrún Þórhallsdóttir

Kynin þrjú í íslenskri málfræði kallast karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Þessi heiti gætu vakið þá hugmynd að karlkyn væri eingöngu notað um karla og aðrar karlkyns verur, kvenkyn um konur og aðrar kvenkyns verur og hvorugkyn um annað, það er dauða hluti og hugtök. Það á þó ekki við um íslensku nú á tímum og hefur ekki heldur átt við á fyrri öldum íslenskrar málsögu eða þeim forsögulegu tímum sem málfræðingar hafa yfirsýn yfir. Karlkynsorð og kvenkynsorð eru iðulega notuð um fyrirbæri sem eru ekki gædd líffræðilegu kyni (kk. veggurinn, sannleikurinn, kvk. hurðin, gleðin), og hvorugkynsorð um karlkyns og kvenkyns verur (barnið, skáldið).

Þetta þriggja kynja kerfi var að öllum líkindum orðið til áður en móðurtunga indóevrópsku málaættarinnar tók að klofna í dótturmál (líklega á fjórðu þúsöld f.Kr.), og íslenska er eitt þeirra nútímamála sem enn eiga kynin þrjú. Eitt einkenna þessa kerfis er að karlkyn og kvenkyn eru ekki notuð á sambærilegan hátt þegar talað er um fólk. Þá hefur karlkyn nefnilega mun víðtækara hlutverk en kvenkyn. Karlkyn vísar oft til karlmanna sérstaklega (Hann er góður faðir, Faðirinn er góður) og kvenkyn á sama hátt til kvenna sérstaklega (Hún er góð móðir, Móðirin er góð) en að auki gegnir karlkyn hlutleysishlutverki en kvenkyn ekki. Þá er átt við að karlkyns orðmyndir séu notaðar þegar talað er almennt um ótilgreint fólk og þegar kynferði einstaklings eða kynjasamsetning hóps er ekki þekkt. Í því samhengi er karlkyn sagt vera hlutlaust með tilliti til kyns (e. gender-neutral) eða sjálfgefið (e. default).

Læknir er karlkyns orð burtséð frá því hvort það er kona eða karl sem sinnir starfinu.

Í fyrsta lagi eru karlkynsmyndir fornafna notaðar í almennri merkingu, bæði í eintölu (1) og fleirtölu (2).

    1. hlær best sem síðast hlær.
    2. Það er enginn heima.

    1. Þeir sem eru orðnir sautján ára mega taka bílpróf.
    2. Allir dansa konga.

Í öðru lagi eru lýsingarorð í karlkyni stundum notuð í hlutleysi, samanber dæmi (3) þar sem lýsingarorð stendur án nafnorðs:

    1. Oft kemur góður þá getið er.
    2. Aldraðir eru illa settir.

Í þriðja lagi eru karlkynsmyndir töluorða oft notaðar kynhlutlaust (4) þegar kynferði fólks í einhverjum hópi er ekki þekkt eða ekki þykir þörf á að taka það fram:

    1. Tveir fórust og þrír slösuðust í bílslysi á Hellisheiði.
    2. Einhver var að panta borð fyrir fjóra.

Ef kvenkyns orðmyndir eru settar í stað karlkynsmynda í dæmum (1)–(4) hér að framan verða til setningar sem geta ekki vísað til hvaða fólks sem er án tillits til kynferðis, heldur eingöngu til kvenna, samanber sýnishornin í (5). Þetta þýðir að kvenkyn getur ekki kallast kynhlutlaust í íslensku.

    1. hlær best sem síðast hlær.
    2. Þær sem eru orðnar sautján ára mega taka bílpróf.
    3. Allar dansa konga.
    4. Aldraðar eru illa settar.
    5. Tvær fórust og þrjár slösuðust í bílslysi á Hellisheiði.

Síðast en ekki síst hefur indóevrópska kynjakerfið leitt til þess að íslenskur orðaforði er þannig gerður að afar mörg nafnorð sem eiga bæði við karla og konur eru karlkynsorð (til dæmis gestur, farþegi, kjósandi, læknir, Íslendingur). Miklu minna er um kvenkynsorð sem eru notuð um bæði kynin þótt þau séu vissulega til (til dæmis hetja, kvikmyndastjarna, lögga, manneskja, persóna).

Af þessu leiðir að ákaflega algengt er að karlkyns orðmyndir vísi til kvenna (jafnt sem karla), bæði þegar talað er almennt (6) og um tiltekinn kynjablandaðan hóp (7).

    1. Þegar sjúklingar koma inn á biðstofuna eiga þeir að fara úr skónum.
    2. sem flöskustúturinn lendir á á að gala eins og hani.

    1. Þessir tveir sjúklingar neituðu að fara úr skónum.
    2. Allir krakkarnir í bekknum voru komnir á réttum tíma.

Íslensku er yfirleitt lýst þannig að þar ríki beygingarsamræmi, þannig að fornöfn, lýsingarorð og töluorð standi í sama kyni, tölu og falli og nafnorð sem þau vísa til. Þegar karlkyns nafnorð sem geta átt við bæði kynin eru notuð er beygingarsamræmi þó ekki alltaf fylgt, samanber (8) þar sem orðmyndirnar ættuð og ánægð miðast við kynjasamsetningu hópsins sem rætt er um (eru í hvorugkyni fleirtölu).

    1. Foreldrar (kk.ft.) hans eru ættuð (hk.ft.) að norðan.
    2. Krakkarnir mínir (kk.ft.) eru ánægð (hk.ft.) í skólanum.

Setningar af þessu tagi virðast sérstaklega algengar þegar um er að ræða nafnorð á borð við foreldrar og krakkar sem eru ákaflega oft notuð um par karls og konu og kynjablandaða hópa. Einnig kemur oft fyrir að kvenkynsmyndirnar hún og þær eða hvorugkyn fleirtölu, þau, vísi til karlkyns nafnorða, samanber (9). Slíkt gerist oft ósjálfrátt þegar mælandinn þekkir kynferði þeirra sem við er átt og stundum vill hann jafnvel láta það koma fram.

    1. Formaður nefndarinnar tók til máls og hún sagði ...
    2. Á myndinni eru menntamálaráðherra og eiginmaður hennar.
    3. Nemendurnir gengu á fund rektors. Þau sögðu ...

Frávik frá beygingarsamræmi af því tagi sem sést í dæmum (8) og (9), þegar mælandinn þekkir kynferði þeirra sem hann ræðir um, virðast ekki vera nýleg nýjung í íslensku; t.d. hafa dæmi á borð við (8) fundist í textum frá 19. öld. Hins vegar er

ekki annað vitað en það sé nýbreytni frá síðari hluta 20. aldar nota hvorugkyn fleirtölu í hlutleysismerkingu, eins og í dæmi (10).

    1. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir — í stað Allir velkomnir ...
    2. Mörg telja ... — í stað Margir ...

Þessi breyting úr karlkyni fleirtölu í hvorugkyn fleirtölu í kynhlutleysi virðist að meira eða minna leyti vera málbreyting af hugsjón, það er liður í baráttu femínista fyrir málbreytingum af jafnréttisástæðum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Þórhallsdóttir

dósent í íslenskri málfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.5.2019

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Guðrún Þórhallsdóttir. „Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67942.

Guðrún Þórhallsdóttir. (2019, 9. maí). Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67942

Guðrún Þórhallsdóttir. „Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67942>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið?
Kynin þrjú í íslenskri málfræði kallast karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Þessi heiti gætu vakið þá hugmynd að karlkyn væri eingöngu notað um karla og aðrar karlkyns verur, kvenkyn um konur og aðrar kvenkyns verur og hvorugkyn um annað, það er dauða hluti og hugtök. Það á þó ekki við um íslensku nú á tímum og hefur ekki heldur átt við á fyrri öldum íslenskrar málsögu eða þeim forsögulegu tímum sem málfræðingar hafa yfirsýn yfir. Karlkynsorð og kvenkynsorð eru iðulega notuð um fyrirbæri sem eru ekki gædd líffræðilegu kyni (kk. veggurinn, sannleikurinn, kvk. hurðin, gleðin), og hvorugkynsorð um karlkyns og kvenkyns verur (barnið, skáldið).

Þetta þriggja kynja kerfi var að öllum líkindum orðið til áður en móðurtunga indóevrópsku málaættarinnar tók að klofna í dótturmál (líklega á fjórðu þúsöld f.Kr.), og íslenska er eitt þeirra nútímamála sem enn eiga kynin þrjú. Eitt einkenna þessa kerfis er að karlkyn og kvenkyn eru ekki notuð á sambærilegan hátt þegar talað er um fólk. Þá hefur karlkyn nefnilega mun víðtækara hlutverk en kvenkyn. Karlkyn vísar oft til karlmanna sérstaklega (Hann er góður faðir, Faðirinn er góður) og kvenkyn á sama hátt til kvenna sérstaklega (Hún er góð móðir, Móðirin er góð) en að auki gegnir karlkyn hlutleysishlutverki en kvenkyn ekki. Þá er átt við að karlkyns orðmyndir séu notaðar þegar talað er almennt um ótilgreint fólk og þegar kynferði einstaklings eða kynjasamsetning hóps er ekki þekkt. Í því samhengi er karlkyn sagt vera hlutlaust með tilliti til kyns (e. gender-neutral) eða sjálfgefið (e. default).

Læknir er karlkyns orð burtséð frá því hvort það er kona eða karl sem sinnir starfinu.

Í fyrsta lagi eru karlkynsmyndir fornafna notaðar í almennri merkingu, bæði í eintölu (1) og fleirtölu (2).

    1. hlær best sem síðast hlær.
    2. Það er enginn heima.

    1. Þeir sem eru orðnir sautján ára mega taka bílpróf.
    2. Allir dansa konga.

Í öðru lagi eru lýsingarorð í karlkyni stundum notuð í hlutleysi, samanber dæmi (3) þar sem lýsingarorð stendur án nafnorðs:

    1. Oft kemur góður þá getið er.
    2. Aldraðir eru illa settir.

Í þriðja lagi eru karlkynsmyndir töluorða oft notaðar kynhlutlaust (4) þegar kynferði fólks í einhverjum hópi er ekki þekkt eða ekki þykir þörf á að taka það fram:

    1. Tveir fórust og þrír slösuðust í bílslysi á Hellisheiði.
    2. Einhver var að panta borð fyrir fjóra.

Ef kvenkyns orðmyndir eru settar í stað karlkynsmynda í dæmum (1)–(4) hér að framan verða til setningar sem geta ekki vísað til hvaða fólks sem er án tillits til kynferðis, heldur eingöngu til kvenna, samanber sýnishornin í (5). Þetta þýðir að kvenkyn getur ekki kallast kynhlutlaust í íslensku.

    1. hlær best sem síðast hlær.
    2. Þær sem eru orðnar sautján ára mega taka bílpróf.
    3. Allar dansa konga.
    4. Aldraðar eru illa settar.
    5. Tvær fórust og þrjár slösuðust í bílslysi á Hellisheiði.

Síðast en ekki síst hefur indóevrópska kynjakerfið leitt til þess að íslenskur orðaforði er þannig gerður að afar mörg nafnorð sem eiga bæði við karla og konur eru karlkynsorð (til dæmis gestur, farþegi, kjósandi, læknir, Íslendingur). Miklu minna er um kvenkynsorð sem eru notuð um bæði kynin þótt þau séu vissulega til (til dæmis hetja, kvikmyndastjarna, lögga, manneskja, persóna).

Af þessu leiðir að ákaflega algengt er að karlkyns orðmyndir vísi til kvenna (jafnt sem karla), bæði þegar talað er almennt (6) og um tiltekinn kynjablandaðan hóp (7).

    1. Þegar sjúklingar koma inn á biðstofuna eiga þeir að fara úr skónum.
    2. sem flöskustúturinn lendir á á að gala eins og hani.

    1. Þessir tveir sjúklingar neituðu að fara úr skónum.
    2. Allir krakkarnir í bekknum voru komnir á réttum tíma.

Íslensku er yfirleitt lýst þannig að þar ríki beygingarsamræmi, þannig að fornöfn, lýsingarorð og töluorð standi í sama kyni, tölu og falli og nafnorð sem þau vísa til. Þegar karlkyns nafnorð sem geta átt við bæði kynin eru notuð er beygingarsamræmi þó ekki alltaf fylgt, samanber (8) þar sem orðmyndirnar ættuð og ánægð miðast við kynjasamsetningu hópsins sem rætt er um (eru í hvorugkyni fleirtölu).

    1. Foreldrar (kk.ft.) hans eru ættuð (hk.ft.) að norðan.
    2. Krakkarnir mínir (kk.ft.) eru ánægð (hk.ft.) í skólanum.

Setningar af þessu tagi virðast sérstaklega algengar þegar um er að ræða nafnorð á borð við foreldrar og krakkar sem eru ákaflega oft notuð um par karls og konu og kynjablandaða hópa. Einnig kemur oft fyrir að kvenkynsmyndirnar hún og þær eða hvorugkyn fleirtölu, þau, vísi til karlkyns nafnorða, samanber (9). Slíkt gerist oft ósjálfrátt þegar mælandinn þekkir kynferði þeirra sem við er átt og stundum vill hann jafnvel láta það koma fram.

    1. Formaður nefndarinnar tók til máls og hún sagði ...
    2. Á myndinni eru menntamálaráðherra og eiginmaður hennar.
    3. Nemendurnir gengu á fund rektors. Þau sögðu ...

Frávik frá beygingarsamræmi af því tagi sem sést í dæmum (8) og (9), þegar mælandinn þekkir kynferði þeirra sem hann ræðir um, virðast ekki vera nýleg nýjung í íslensku; t.d. hafa dæmi á borð við (8) fundist í textum frá 19. öld. Hins vegar er

ekki annað vitað en það sé nýbreytni frá síðari hluta 20. aldar nota hvorugkyn fleirtölu í hlutleysismerkingu, eins og í dæmi (10).

    1. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir — í stað Allir velkomnir ...
    2. Mörg telja ... — í stað Margir ...

Þessi breyting úr karlkyni fleirtölu í hvorugkyn fleirtölu í kynhlutleysi virðist að meira eða minna leyti vera málbreyting af hugsjón, það er liður í baráttu femínista fyrir málbreytingum af jafnréttisástæðum.

Mynd:...