Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 415 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið kilja notað yfir bækur? Hverjar eru rætur orðsins „kilja“? Kilja er stytting af orðinu pappírskilja sem fór að tíðkast í málinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Elstu dæmi um pappírskilju á Tímarit.is eru úr ýmsum ritum frá 1968 og virðist orðið því vel þekkt...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað?

Hrönn Pálmadóttir er dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara. Nú vinnur hún að rannsókn þar sem könnuð eru viðhorf leikskólakennara og foreldra með ólíkan bakgrunn ...

category-iconÞjóðfræði

Er Lagarfljótsormurinn til?

Lagarfljótsormurinn er vatnaskrímsli sem á að hafast við í Lagarfljóti á Fljótsdalshéraði. Hans er fyrst getið í annálum árið 1345. Skrímsli og ófreskjur eru ekki vísindaleg hugtök heldur tengjast þau hinu yfirnáttúrulega. Ein grein vísinda fæst þó við ófreskjur en það er svonefnd skrímslafræði eða duldýrafræði...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?

Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínu...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (Gudjonsson) er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið. Brynja hefur stundað rannsóknir á öllum skólastigum og í ólíkum menntakerfum. Kjarninn í rannsóknum hennar er líðan og reynsla minnihlutahópa af menningu og samfélagi og viðhorf til ýmissa menningarlegra hó...

category-iconHeimspeki

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?

Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...

category-iconHeimspeki

Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?

Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er geðveiki?

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...

category-iconHeimspeki

Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?

Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?

Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?

Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...

category-iconLögfræði

Notar íslenska lögreglan lygamæla og standast slíkar mælingar fyrir dómstólum?

Eftir því sem höfundur kemst næst eru lygamælar ekki notaðir á Íslandi og alls ekki á neinn almennan og skipulagðan hátt. Það er hins vegar fróðlegt er að velta fyrir sér sönnunargildi slíkra upplýsinga. Rétt er að árétta í upphafi að ekki er hægt að neyða mann til að gangast undir próf með lygamæli, enda er ...

category-iconTrúarbrögð

Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?

Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir. Marteinn Lúther tel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?

Í lögum um mannanöfn nr. 45 frá 1996 er í fyrsta kafla fjallað um fullt nafn og nafngjöf. Í 1. grein segir: „Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.“ Ef litið er á greinina um eiginnafn í fjórða kafla þá stendur þar í fimmtu grein: Eiginnafn skal geta ...

Fleiri niðurstöður