Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 81 svör fundust
Hver eru elstu handrit á Íslandi?
Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...
Hver var Heródótos frá Halikarnassos?
Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...
Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?
Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, f...
Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...
Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?
Í stuttu máli þá ákvað herstjórnin sem var við völd í Argentínu að ráðast inn í Falklandseyjar til að reyna að beina athygli almennings heima fyrir frá óðaverðbólgu og mannréttindabrotum. Falklandseyjar voru hentugar því Bretar og Argentínumenn höfðu lengi deilt um yfirráð yfir þeim. Eyjurnar liggja um 480 km u...
Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?
Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirr...
Hvað getið þið sagt mér um Harún al-Rashid?
Harún al-Rashid (Hārūn al-Rashīd ibn Muḥammad al-Mahdī ibn al-Manṣūr al-ʿAbbāsī), var fimmti kalífi veldis Abbasída og ríkti frá 786-809. Hann er þekktastur á Vesturlöndum sem kalífinn sem kemur fyrir í verkinu Þúsund og ein nótt. Verkið er safn af sögum sem eiga...
Hvers vegna fær maður anorexíu og er hún hættuleg?
Hvað er lystarstol? Lystarstol einkennist af ýktum áhyggjum af offitu og áráttukenndri megrun sem verður að sjálfsvelti. Lystarstolssjúklingar eru haldnir stöðugum ótta um að verða feitir og reyna í sífellu að grenna sig, þrátt fyrir það að vera orðnir lífshættulega grannir. Þeir borða einungis hitaeiningasnauð...
Hver var Cicero?
Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...
Hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans? Hvert er ástandið nú og hverjar eru horfurnar?
Íranar og Írakar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina enda tæpast við öðru að búast af tveimur stórþjóðum sem báðar státa af glæstri sögu og búa nánast í túngarðinum hvor hjá annarri. Í Íran búa tæpar sjötíu milljónir manna en Írak er talsvert fámennara, með um 27 milljónir íbúa. Allur þorri Írana er sjíta-músli...
Hverjir voru helstu leiðtogar íslams strax eftir dauða Múhameðs?
Rashidun er nafn sem fyrsta kalífadæminu eftir dauða Múhameðs var gefið. Fjórir kalífar stjórnuðu því frá 632-661. Orðið Rashidun mætti þýða sem hinir réttlátu eða hinir réttmætu; enska þýðingin er yfirleitt the rightly guided. Samkvæmt íslam var Múhameð síðasti spámaður guðs á jörðu. Múhameð lést árið 632 og þá v...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?
Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...
Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...
Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...