Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 74 svör fundust
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?
Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...
Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...
Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?
Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...
Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...
Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?
Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...
Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvers vegna er bandaríska kjörmannaráðið ekki lagt niður? Fimm sinnum hefur gerst að sigurvegarinn fái færri atkvæði á landsvísu. Bandaríska kjörmannaráðið (e. electoral college) er sá hópur sem í reynd velur forseta Bandaríkjanna. Í forsetakosningum sjálfum er verið...
Eru úlfar í útrýmingarhættu?
Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...
Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...
Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...
Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?
Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...
Hversu mörg tungl hefur Úranus og hvenær fundust þau?
Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og sú þriðja stærsta í sólkerfinu. Það var enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sem uppgötvaði Úranus þann 26. apríl árið 1781 en til þess notaði hann heimasmíðaðan sjónauka. Þar með varð Úranus fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð með að...
Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í hagfræði veitt árið 2020?
Þann 12. október 2020 tilkynnti Konunglega sænska vísindaakademían að hún hefði ákveðið að veita bandarísku hagfræðingunum Paul R. Milgrom (f. 1948) og Robert B. Wilson (f. 1937) við Stanford-háskóla, minningarverðlaun Sænska Seðlabankans um Alfred Nobel. Verðlaunin fá þeir fyrir framlag sitt til aukins skilnings ...
Hvað er upplýsingaóreiða?
Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...