Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 150 svör fundust
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?
Svarið er örugglega að eftir að hafa skipt bæði um haus og skaft þá sitji maður uppi með nýjan hamar. En hvað ef við skiptum bara um skaft? Eða bara um haus? Þá vandast málið og svarið liggur alls ekki í augum uppi. Það sem meira er: Engin rannsókn á þessum hlutum getur svarað spurningunni um það hvenær við höfum ...
Hvernig virka forritunarmál til dæmis C++?
Örgjörvar tölva ráða aðeins við að framkvæma mjög einfaldar og frumstæðar skipanir, svokallaðar vélarmálsskipanir. Með þeim er hægt að bera saman tölur sem eru í minni tölvunnar, leggja þær saman og gera aðra einfalda útreikninga á þeim. Það er mjög erfitt að forrita í vélarmáli, bæði vegna þess að það er mjög fru...
Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?
Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður? Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð...
Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði. Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Freyr Hafstein rannsakað?
Sigurður Freyr Hafstein er prófessor í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað ýmsar rannsóknir á ferlinum, meðal annars hermun jarðskjálfta, rauntímahermun umferðar og bestun staðsetninga mælistöðva á járnbrautarteinum, en hans helsta áhugasvið er eigindleg hegðun hreyfikerfa, stöðugle...
Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun?
Hubble-geimsjónaukinn er svonefndur Cassegrain-spegilsjónauki (tveir speglar) af Ritchey-Chrétien gerð, rétt eins og flestir stærstu stjörnusjónaukar heims. Í Ritchey-Chrétien sjónaukum eins og Hubble eru safnspegillinn og aukaspegillinn báðir breiðbogalaga (e. hyperbolic). Í þeim myndast hvorki hjúpskekkja (e. co...
Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?
Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...
Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Kvarkakenning eðlisfræðinnar gengur út á að fjórar víddir nægi ekki til að útskýra innsta eðli allra hluta heldur þurfi a.m.k. 10 víddir. Þess vegna langar mig að vita hverjar víddirnar eru auk lengdar, breiddar, hæðar og tíma?Svarið við spurningunni um hugsanlegar fleiri v...
Hvað er afstæðiskenningin?
Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ó...
Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?
Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...
Hver fann upp sjónaukann?
Uppfinning sjónaukans er eignuð Hollendingi, sem samkvæmt opinberum hollenskum skjölum bar nafnið Hans Lipperhey (1570-1619) og bjó hann lengst af í Middelburg, höfuðstað Zeelands. Vitað er að hann var aðfluttur frá borginni Wesel í Þýskalandi, sem liggur við ána Rín. Vatnaleiðin á milli þessara borga er um 250 k...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?
Því miður er ekki hægt að sanna að jörðin sé kúlulaga, flöt, kleinuhringslaga eða að hún hafi nokkuð form yfir höfuð. Réttara sagt væri kannski hægt að sanna að jörðin sé annað hvort slétt eða kúlulaga í einhverju formlegu kerfi, en sú sönnun myndi ekki hafa neitt með raunveruleikann að gera. Ástæðan fyrir að það ...
Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?
Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...