Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6982 svör fundust
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?
Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...
Hvað er mótpáfi eða það sem kallast á ensku antipope?
Mótpáfi er einstaklingur sem gerir kröfu til páfaembættisins gegn sitjandi páfa eða öðrum einstaklingi sem álitinn er réttkjörinn til embættisins. Þegar staða af þessu tagi kom upp gat kaþólska kirkjan klofnað þar sem einstakir hlutar hennar fylgdu hvor sínum páfanum. Slíkar aðstæður kallast páfaklofningur. Kl...
Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...
Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni?
Hér er einnig svarað spurningum: Hvers vegna eru regnskógarnir að eyðast? (Helga Þorsteinsdóttir, f. 1991)Hvað er áætlað að búið sé að fella mörg prósent af regnskógum S-Ameríku? (Gunnlaugur Úlfsson)Hvar get ég fengið upplýsingar um regnskóga, eyðingu þeirra og áhrifin sem þeir hafa? (Aldis Guðlaugsdóttir) Re...
Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...
Hvað getið þið sagt mér um Stephan G. Stephansson?
Ljóðskáldið Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson og fæddist árið 1853 á bænum Kirkjuhóli sem er rétt hjá Víðimýri í Skagafirði. Hann bjó við mikla fátækt og fluttist eftir fermingu norður í Þingeyjasýslu þar sem hann gerðist vinnumaður. Hann breytti nafni sínu þegar hann fluttist til ...
Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?
Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...
Hvað er að fá sér einn gráan?
Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...
Hvað í ósköpunum er eðlismassi?
Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna. Eðlismass...
Af hverju fljóta hlutir?
Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...
Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?
Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...
Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?
Sögnin að djamma og nafnorðið djamm eru ung tökuorð úr ensku jam. Bæði orðin hafa verið aðlöguð íslenskum rithætti og framburði. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld og er ekki ólíklegt að orðin hafi komist inn í íslenskt talmál á stríðsárunum. Í Íslenskri orðabók (2002:217) eru bæði...
Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið?
Við segjum ýmist að athafnir séu frjálsar eða ófrjálsar, og tölum þá um athafnafrelsi eða að fólk sé frjálst eða ófrjálst, og tölum þá um persónufrelsi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Ófrjálsum manni, til dæmis þræli, getur verið frjálst að gera ýmislegt og frjálsum manni, til dæmis venjulegum íslenskum rík...
Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?
Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...