Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 451 svör fundust
Hver var fyrsta spurningin sem þið fenguð? Og hver var fyrsta spurningin sem þið svöruðuð?
Forseti Íslands opnaði Vísindavefinn 29. janúar árið 2000. Þá voru á vefnum 11 svör eða svo við spurningum sem ritstjórn hafði valið og samið svör við. Þetta var gert til þess að gestir gætu strax áttað sig á því hvers konar spurningar við hefðum í huga og hvernig svörin yrðu. Eftirtaldar spurningar voru meðal þei...
Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?
Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu. Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan ...
Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?
Spyrjandi bætir við:Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota. Þessar ...
Af hverju gáfuð þið út bók?
Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...
Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?
Ýmis orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram. Mörgum er það sameiginlegt að byrja og enda á sérhljóði. Mjög oft er um sagnir að ræða sem byrja og enda á a í nafnhætti eins og: abba agaakaalaama anaapaataNafnorð sem byrja og enda á a eru:aggaamma assaÖnnur orð sem koma upp í hugann eru:inninónóbóódóórópíprörr...
Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarand...
Hvað er Guffi?
Aðrir spyrjendur eru: María J., Guðni Líndal, Hákon Arnarson og Benjamín Sigurgeirsson. Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhj...
Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?
Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi og reynir að gera ekki upp á milli fræðigreina, hvort sem þær heita eðlisfræði, líffræði, sálfræði, málvísindi, sagnfræði eða eitthvað annað. Ritstjórn vefsins tekur með glöðu geði við spurningum af öllum fræðasviðum. Á hverjum degi berast Vísindavefnum ótal margar góðar ...
Hvenær kemur aftur ísöld?
Það er ómögulegt að segja til um hvenær kemur aftur ísöld því vísindamenn skilja ekki fullkomlega hvað veldur ísöldum og því erfitt að spá fyrir um þetta ástand. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarst...
Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...
Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins
Alþingiskosningar verða 29. október 2016. Af því tilefni býður Vísindavefurinn almenningi að senda inn spurningar sem gætu vaknað í tengslum við kosningabaráttu flokkanna. Í kosningabaráttu er algengt að stjórnmálamenn og talsmenn stjórnmálaflokka setji fram fullyrðingar um tölulegar staðreyndir eða um þætt...
Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?
Ísland er 103.000 km2 en Svalbarði um 62.000 km2. Ísland er því stærra. Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi, nokkuð miðja vegu milli nyrsta hluta Noregs og norðurpólsins. Svalbarði er nyrsta land í Evrópu. Eyjurnar lúta norskum yfirráðum en um þær er í gildi samningur sem meðal annars kveður á um að aðildarr...
Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?
Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...
Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?
Nafnið Þýskaland er dregið af þjóð, en þýðverskur merkir hið sama og þýskur, samanber fornháþýsku diutisc sem merkti ‚alþýðlegur‘, en á gotnesku var orðmyndin þiudisks og merkti ‚heiðinn‘. Skylt þessum myndum er deutsch í Deutschland og tysk í Tyskland. Orðið Dutch ‚hollenskur‘ var notað í ensku á 15. og 16. öld í...
Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er íslenska heitið yfir Springbok - Antidorcas marsupialis? Er það stökkhjörtur, stökkbukki eða stökkantilópa? Eða eitthvað allt annað? Það er vel þekkt að fleiri en eitt heiti er notað yfir sömu dýrategundina. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók sem út kom 1989 í ritstjórn ...