Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 579 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?

Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?

Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél. Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Ra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?

Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað. Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarr...

category-iconJarðvísindi

Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?

Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...

category-iconLandafræði

Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?

Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða arnartegund er stærst?

Stærstur allra arna er stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm. Stellars-ernir finnast aðe...

category-iconLandafræði

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...

category-iconHugvísindi

Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?

Um gerð arkarinnar segir í fyrstu bók Móse að hún skuli gerð úr góferviði, brædd biki utan og innan og enn fremur segir þar: Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efs...

category-iconBókmenntir og listir

Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?

Í ársbyrjun 1930 gerði danska tímaritið Ekko könnun meðal helstu gagnrýnenda landsins um það hvaða skáldsaga hefði staðið upp úr í útgáfu liðins árs. Niðurstaðan var afgerandi: Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson (1889-1975). Þetta kemur nútímalesendum kannski á óvart en það er óhætt að fullyrða að þetta voru ekki ó...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jörðin þykk?

Snúningur jarðar veldur því að hún er ekki nákvæmlega kúlulaga heldur er fjarlægðin frá miðju og út að miðbaug meiri en fjarlægðin frá miðju og út að pólunum. Þetta veldur því að þvermál jarðar við miðbaug er 12.756 km en þvermál milli pólanna er 12.713 km. Meðalþvermál er hins vegar 12.740 km. Hugsum okkur að ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?

Spurningin í heild var þessi:Sagt er að nýja alþjóðlega geimstöðin verði bjartasti hluturinn á næturhimninum á eftir Tunglinu og stjörnunni Síríus. Verður hægt að sjá geimstöðina frá Íslandi? Bjartur hlutur langt frá jörð er í stórum dráttum ekki síður sýnilegur frá Íslandi en annars staðar á jörðinni. Hæð geimst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?

Fyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni. Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast hraunhellar?

Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það get...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur örnefnið Tintron og hvað merkir það?

Tintron er gervigígur eða hraunketill sunnan við Gjábakka í Þingvallasveit nærri veginum að Laugarvatni. Hann er mjög djúpur með strýtulaga uppvarpi yfir opinu. Helgi Guðmundsson (2002:150-152) telur nafnið á Tintron vera komið af frönsku donjon 'dýflisa, svarthol'. Merkingin getur staðist en að franskt orð li...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?

Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...

Fleiri niðurstöður