Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?

Jón Már Halldórsson

Röntgenmynd af kettlingafullri læðuFyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni.

Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og verða rauðbleikar á lit. Því næst þenst kviðurinn út og þá er fulljóst að læðan er kettlingafull.

Stöku sinnum ganga læður í gegnum ástand sem sem nefna mætti gerviþungun. Þá eykst magn þungunarhormóna sem kalla fram líkamleg einkenni eins og um óléttu sé að ræða. Þessi einkenni geta varað í nokkrar vikur.

Vegna hormónabreytinga finna kettlingafullar læður stundum til ógleði, aðallega um miðbik meðgöngunnar. Læðan fastar þá oftast í nokkra daga og kastar einstaka sinnum upp. Ef læðan hefur ekki étið í meira en 3 daga er nauðsynlegt að tala við dýralækni.

Mynd: The Pet Center.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.1.2004

Spyrjandi

Anita Sigurbjörg Ásmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3978.

Jón Már Halldórsson. (2004, 30. janúar). Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3978

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?
Röntgenmynd af kettlingafullri læðuFyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni.

Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og verða rauðbleikar á lit. Því næst þenst kviðurinn út og þá er fulljóst að læðan er kettlingafull.

Stöku sinnum ganga læður í gegnum ástand sem sem nefna mætti gerviþungun. Þá eykst magn þungunarhormóna sem kalla fram líkamleg einkenni eins og um óléttu sé að ræða. Þessi einkenni geta varað í nokkrar vikur.

Vegna hormónabreytinga finna kettlingafullar læður stundum til ógleði, aðallega um miðbik meðgöngunnar. Læðan fastar þá oftast í nokkra daga og kastar einstaka sinnum upp. Ef læðan hefur ekki étið í meira en 3 daga er nauðsynlegt að tala við dýralækni.

Mynd: The Pet Center.com

...